Leikfélag Hofsóss frumsýnir gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman í Höfðaborg á Hofsósi föstudaginn 24. mars kl. 20:30. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson.
Leikritið fjallar um eldri konu sem dag einn finnur mann í framsætinu á bílnum sínum þegar hún kemur úr búðinni. Þar sem maðurinn hefur misst minnið og veit ekkert hver hann er, hvað þá að hann rati heim, tekur konan á það ráð að taka hann með sér heim. Þar reynir hún að fela hann fyrir forvitnum augum nágrannanna en ekki verður þó hjá því komist að hennar helstu vinir komist að leyndarmálinu. Og eins og gefur að skilja á málið allt eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar.
Hlutverkin í leikritinu eru átta talsins og eru í höndum jafnmargra leikara.
Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning föstudag 24. mars k.l. 20:30
- sýning laugardag 25. mars kl. 20:30
3. sýning mánudag 27. mars kl. 20:30
4. sýning mánudag 3. apríl kl. 20:30
5. sýning miðvikudag 5. apríl kl. 20:30
6. sýning laugardag 8. apríl kl. 20:30
7. sýning sunnudag 9. apríl kl. 15:00
8. sýning fimmtudag 13. apríl, skírdag, kl. 22.
Lokasýning laugardag 15. apríl kl. 20:30Miðaverð 3.000 kr. f. fullorðna
2.500 kr. f. ellilífeyrisþega
1.800 kr. f. börn 6-14 ára
Miðapantanir í s. 854-6737