Leikfélag Ölfuss frumsýnir Listina að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur laugardaginn 25. febrúar. Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.
Í leikritinu er fylgst með ævi þeirra Didda, Duddu og Dúu frá því þau eru kornabörn og allt þar til þau eru komin á elliheimili og samböndum þeirra gerð skil á fyndinn og skemmtilegan hátt.
Frumsýning laugardaginn 25. febrúar
2. sýning mánudaginn 27. febrúar
3. sýning fimmtudaginn 2. mars
4. sýning föstudaginn 3. mars
5. sýning mánudaginn 6. mars
Sýnt í Versölum, Þorlákshöfn. Allar sýningar hefjast klukkan 20:00.
Miðasala í síma 693-2993 og á leikfjelag@gmail.com. Miðaverð kr. 2500.