ImageMiðvikudaginn 5. apríl frumsýnir Stúdentaleikhúsið leikritið Anímanína. Verkið er samið af meðlimum Stúdentaleikhússins og Víkingi Kristjánsssyni, sem jafnframt leikstýrir. Verkið er allt það sem leikhús hefur upp á að bjóða. Söngur og dans, dramatík og furðulegheit. Sýnt er í Loftkastalanum og hefjast sýningar kl 20:00

Stúdentaleikhúsið hefur jafnframt opnað nýja heimasíðu á www.studentaleikhusid.is, og er þar hægt að nálgast allar upplýsingar um sýningartíma á Animanina, auk þess sem hægt er að sjá meðlimi og myndir frá sýningum og fleiru. Einnig er verið er að setja upp safn með upplýsingum um eldri leikrit Stúdentaleikhússins, auk þess sem fleira mun bætast á síðuna eftir því sem lengra líður.

Image Einnig hefur verið hannað nýtt merki Stúdentaleikhússins, og er það bæði klassískt og nýstárlegt, eins og leikhúsið sjálft.