Freyvangsleikhúsið í Eyjafirði sýnir barnaleikritið Lína Langsokkur, eina ástsælustu sögu úr smiðju Astrid Lindgren.

Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur er ekki bara hetja af því hún er sterkust í heimi, hún er hetja í afstöðu sinni til lífsins. Lína Langsokkur segir okkur að vera við sjálf og allt sem við getum orðið, en ekki reyna að vera eitthvað allt annað. Þess vegna sefur hún með fæturna á koddanum og hausinn undir sænginni: af því þannig er hún.

Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og tónlistarstjóri Gunnar Möller.

Frumsýning er 16. nóvember og sýningar verða í Freyvangi laugardaga og sunnudaga fram yfir jól, nánari upplýsingar á www.freyvangur.is

Miðasala í s. 857-5598 og á tix.is

Hlökkum til að sjá þig og þína í leikhúsinu!