Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar fimmtudagskvöldið 17. október.

Ormur Óðinsson er 16 ára snillingur og töffari og rétt að klára grunnskólann. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást flækjast saman í tvísýnu spili um hug hans og hjarta. Gauragangur er drepfyndin og háalvarleg þroskasaga einnar skemmtilegustu andhetju Íslands.

Næstu sýningar eru föstudagskvöldið 18. október og laugardagskvöldið 19. október. Hægt er að panta miða í símum 6660180 og 6660170 milli 17 og 19 virka daga og 14-16 á laugardögum. Einnig er hægt að panta miða í gegnum netfangið leikfelaghorg@gmail.com. Sýnt er á Melum í Hörgárdal.