Októberútgáfa listastundar Tjarnarbíós verður haldin 19. október kl. 20:00. Á þessum viðburðum fáum við að heyra frá þeim listamönnum sem vinna í Tjarnarbíó, annað hvort að uppsetningu verka eða við aðra listasmíði í vinnustofum í húsinu.

Á þessum viðburði koma fram:

Jenný Lára Arnórsdóttir, sem sér um Uppsprettuna – skyndileikhús

Finnbogi Þorkell Jónsson, höfundur verksins Þú kemst þinn veg sem verður sýnt í október

Unnur Elísabet og Berglind Rafns, sem frumsýna nýtt dansverk í október, This Conversation is missing a point

Hannes Óli Ágústsson, en hann vinnur ásamt hópi fólks að nýju leikverki um þessar mundir, Láttu bara eins og ég sé ekki hérna.