Undirbúningur að stofnun Valhalla Bank gengur vonum framar. Bankinn mun opna þann 2. apríl og í tilefni þess verður blásið til opnunarveislu þrisvar sinnum. Fyrsta hátíðin verður þann 2. apríl, næsta 3. apríl og sú síðasta 11. apríl. Ástæða þess er gríðarleg eftirspurn að hátíðinni sem og vilji bankans til að tengjast fólkinu á starfsvæði bankans. Þess vegna er miðaverði á opnunarhátíðinni stillt hóf og kostar aðeins 1.500 kr. miðinn.

Búið er að ganga frá æðisgenginni dagskrá og helst ber að nefna að Aðalsteinn Bergdal sér um að halda uppi stuðinu, bæjarlistamaður Akureyrar frumsýnir nýtt listaverk, bankastjórinn sýnir á sér nýjar hliðar, Idolstjarna tekur lagið og Ungfrú Norðurland lætur sjá sig.

Miðasala hefst föstudaginn 27. mars kl. 15-18 og er staðsett í útibúi Valhalla á Glerártorgi. Einnig er hægt að panta miða í síma: 848-0430. Þeir sem fljúga með hinu æðisgengna flugfélagi Air Iceland á tímabilinu 1-11. apríl fá tvo fyrir einn á opnunarhátíðirnar. Þess má geta að það er listahópurinn Samlist sem stendur fyrir opnun Valhalla Bank.

{mos_fb_discuss:2}