Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Línu Langsokk í kvöld, föstudaginn 18. október. Rauðhærða ofurkvendið Lína er sérlega vinsæl þetta misserið þar sem þetta er önnur sýningin af þremur sem fara á fjalirnar hjá leikfélögunum í haust.
Ísey Heiðarsdóttir leikur óþekktarorminn hana Línu Langsokk. Hún segir að Lína sé draumahlutverkið hennar enda nokkuð lík Línu með rautt hár og stríðnispúkaglott. Ísey er með góðan fimleikagrunn sem kemur sér vel í þessu hlutverki þar sem hún skoppar og hoppar um sviðið í heljarstökkum og handahlaupum. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.
Uppselt er á fyrstu þrjár sýningar nú um helgina en lausir miðar eru á sýningar aðra helgi, þ. 26. og 27. október kl. 15.00.
Miðapantanir eru í síma 852-1940.