Verðlaunasýningin ROCKY! í flutningi leikhópsins Óskabarna ógæfunnar verður sýnd á Íslandi í fyrsta skipti 18. október næstkomandi.

Um er að ræða glænýtt danskt verk eftir einn mest spennandi leikhúsmann Danaveldis, Tue Biering. Verkið vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir að taka á frumlegan hátt á erfiðu málefni.

Við elskum öll söguna af Rocky, lúsernum sem nær með þrautseigju og vinnu að yfirstíga allar hindranir, bera andstæðinginn ofurliði og rísa upp sem sigurvegari í lokin.

En hvað ef VIÐ erum andstæðingurinn? Hvað ef Rocky er einn af „hinum”?

„Við verðum að útrýma þessum sjúkdómi sem herjar á landið okkar. Jafnvel þó það þýði borgarastyrjöld.” – Rocky Balboa

Gagnrýnendur í Danmörku eru á einu máli:

„Ég sat eftir með tárin í augunum af gleði því þetta þriðjudagskvöld upplifði ég að leikhúsið getur tekist á við tíðarandann og erfið málefni á hátt sem er nútímalegur og jafnvel meira í takt við raunveruleikann en raunveruleikinn sjálfur. Að það geti þanið út samkennd mína umfram nokkuð sem ég gat látið mig dreyma um. – 5 stjörnur – Berlinske

Þetta er hugsandi leikhús, frumlegt og pólitískt frelsandi […]. Ég hvet hvern og einn eindregið til að stíga inn, leyfa sér að upplifa verkið og dæma svo hver fyrir sig.“ – 5 stjörnur – Politiken

Höfundur:  Tue Biering
Leikari: Sveinn Ólafur Gunnarsson 
Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson
Búningar og leikmynd: Enóla Ríkey 
Ljós:  Jóhann Bjarni Pálmason og Magnús Thorlacius 
Hljóð: Ísidór Jökull Bjarnason  Framkvæmdastjórn: Jónas Alfreð Birkisson

Nánari upplýsingar má finna á www.ógæfa.is og tjarnarbio.is.