Kómedíuleikhúsið frumsýndi nýtt leikverk, Beðið eftir Beckett vestur í Haukadal í ágúst og heldur nú suður til höfuðborgarinnar. Tvær sýningar verða í Tjarnarbíó, þri. 8. og mið. 9. september kl. 20.00.
Höfundur verksins og leikstjóri er Trausti Ólafsson en Elfar Logi Hannesson leikur aðalhlutverkið. Í þessu grátbroslega verki bíður Leikarinn eftir að írska leikskáldið Samuel Beckett skrifi fyrir sig verk. Leikarinn styttir sér stundir með því að máta sig við persónur úr eldri leikritum skáldsins og bregður fyrir sig ögn af Dante, Artaud og Hallgrími Péturssyni. Eins og í sönnum grískum harmleik á Leikarinn von á sendiboða guðanna.

Aðeins þessar tvær sýningar verða í boði, 8. og 9. september. Miðasala er á tix.is.