Langar þig að spreyta þig á leiksviði? Viltu láta gamlan draum rætast? Viltu taka þátt í liststarfi þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum? Í janúar og febrúar býður Leikfélag Kópavogs upp á leiklistarnámskeið sem er aðallega hugsað fyrir byrjendur og styttra komna í leiklist.
Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem hefur starfað sem leikstjóri hjá leikfélögum víða um land en þó aðallega hjá Leikfélagi Kópavogs undanfarin ár. 

Námskeiðið sem er ætlað 21 árs og eldri, hefst miðvikudaginn 23. janúar og verður í sex skipti fram til 11. febrúar sem hér segir:

  • Mið. 23. jan. kl. 19.00-22.00
  • Sun. 27. jan. kl. 13.00-16.00
  • Mið. 30. jan. kl. 19.00-22.00 
  • Sun. 3. feb. kl. 13.00-16.00
  • Mið. 6. feb. kl. 19.00-22.00
  • Sun. 10. feb. kl. 13.00-16.00

Námskeiðsgjald er 6.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.000 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi.  Sjá nánar hér:http://kopleik.is/index.php?option=com_content&view=article&id=229
Áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst á lk@kopleik.is og þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.