Leiklistarmiðstöð á Þingeyri

Leiklistarmiðstöð á Þingeyri

Enn eru ánægjuleg tíðindi af leiklistarlífinu á Vestfjörðum. Vonir standa nú til að Kómedíuleikhúsið fái aðstöðu fyrir leiklistarmiðstöð í gömlu bæjarskrifstofunum á Þingeyri.

„Hér er um að ræða brautryðjenda verkefni í leiklistarmálum á svæðinu. Kómedíuleikhúsið ætlar að koma sér upp sérstakri leiklistarmiðstöð undir starfsemi sína á Þingeyri. Um er að ræða vinnuaðstöðu til æfinga á leikverkum okkar, skrifstofuaðstöðu Kómedíuleikhússins, aðstaða til hýsa leikmyndir okkar og búningasafn. Einnig mun aðstaðan nýtast sem æfingaaðstaða fyrir Leikdeild Höfrungs og síðast en ekki síst aðstaða til að geta boðið uppá leiklistarnámskeið. Fyrstu námskeiðin verða strax í nóvember þar sem heimamönnum gefst tækifæri til að gera eigin grímur fyrir þrettánda hátíðina á Þingeyri sem er alveg stórmerkileg og ætti í raun að vera hin árlega Þrettándagleði Ísafjarðarbæjar. Leiklistarmiðstöðin verður því sannkölluð leiksamfélagsmiðstöð sem getur átt þátt í að gera búestu á Þingeyri enn eftirsóttari en hún er.“

Nánar um málið á vef Bæjarins besta.
Á myndinni má sjá Elvar Loga, forsprakka leikhússins í gervi Gísla á Uppsölum.

0 Slökkt á athugasemdum við Leiklistarmiðstöð á Þingeyri 125 20 september, 2019 Allar fréttir, Fréttir, Vikupóstur september 20, 2019

Áskrift að Vikupósti

Karfa