ImageLaugardaginn 14. janúar verður söngleikurinn Carmen frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Söngleikurinn Carmen er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, þar sem óperunni eftir Bizet er snúið í söngleik um ástir, afbrýði og hrikaleg örlög, sem ekki verða umflúin.

Ásgerður Júníusdóttir leikur Carmen. Sveinn Geirsson leikur Don José og Erlendur Eiríksson Escamillo.

Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Kristjana Skúladóttir, Marta Nordal, Pétur Einarsson og Theodór Júlíusson. Einnig taka þátt í sýningunni átta dansarar Íslenska dansflokksins og 6 manna hlómsveit.

Image Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Ljós: Lárus Björnsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Handrit: Guðrún Vilmundardóttir. Söngtextar: Davíð Þór Jónsson, Frank Hall, Kristján Hreinsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Sjón. Tónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon. Danshöfundur: Stephen Shropshire. Leikstjóri Guðjón Pedersen.

Sýningin tekur um tvo tíma í flutningi, með 20 mínútna hléi.