Frú Norma frumsýndi dans- og hreyfileikhúsverkið Rígu® eftir Guðjón Sigvaldason í frystiklefa Sláturhússins – Menningarseturs á Egilsstöðum þann 15. júlí. Verkið er samvinnuverkefni milli Leikhúss Frú Normu, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Menningarráðs Austurlands og Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. Guðjón Sigvaldason leikstýrir einnig verkinu.

 

Á síðasta ári var  samstarfsverkefnið (3DM),  en það er þáttur í starfsemi Frú Normu til að efla tengslin við samfélagið og liður í því er að gera ungmenni meðvituð og vakandi fyrir alskyns sköpun sem getur leitt til jákvæðari viðhorfa gagnvart fjölbreytileika listnáms, sem og að þroska þau sem einstaklinga.

Annað sambærilegt verkefni var samstarfsverkefni MMF við Þjóðleikhúsið um Þjóðleiksverkefnið sem skilaði sér í þrettán hópum  úr fjórðungnum, sem sýndu þrjú verk í mismunandi uppfærslum á stærstu leiklistarhátíð sem haldin hefur verið á Austurlandi.

Aðstandendur völdu að kallast á við klassíkina í uppfærslunni, fundu samnefnarann í ástarrómantík; tveir einstaklingar hrífast af hvor öðrum… þú þekkir söguna ..
Hver þekkir ekki hrepparíg – bæjarríg – millilandaríg – nágrannaríg – fjölskylduríg – o.s.frv.

Næstu sýningar:                
Fimmtudag 16. júlí kl 20:00
Fimmtudag 16. júlí kl 22:00
Sunnudag 19. júlí kl 20:00
Sunnudag 19. júlí kl 22:00
Aðeins þessar fjórar sýningar.
Miðasala í síma 895-1066.