Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ um helgina. Í ljósi aðstæðna var fundurinn stuttur og fámennur en engu að síður skilvirkur og skemmtilegur. Á dagskrá voru venjulega aðalfundarstörf en auk þess var samþykkt lagabreyting sem opnar fyrir möguleika á ræfrænni þátttöku á aðalfundum. Þá var einnig samþykkt tillaga stjórnar að stofnun húsnæðissjóðs fyrir samtökin. Aðalfundargerð mun birtast á Leiklistarvefnum innan tíðar. Eftir fund bauð Leikfélag Keflavíkur fundargestum að skoða hið glæsilega Frumleikhús þar sem félagið starfar.

Hér er hægt að sjá svipmyndir frá aðalfundinum.