Einleikurinn fjallar um konuna Maríu og hvernig líf hennar breytist skyndilega þegar hún eignast nágrannakonu sem flytur í íbúðina á móti henni. Á milli glugga deilir hún með henni hversu æðislegt líf hennar er en brátt kemur í ljós að ekki er allt með feldu. María er læst inni af manninum sínum og undarlegar persónur, hlutverk og lifnaðarhættir innan heimilisins koma upp á yfirborðið. María tekur til sinna ráða með hjálp nágrannakonunnar þar sem hún reynir að finna lausn á þeirri vandamálasúpu sem hún er sokkin til botns í.
Aðeins verða þrjár sýningar á verkinu. Þær verða þann 19., 20. og 21. júní kl. 20:00 í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Miðasala Gaflaraleikhússins er opin alla virka daga frá 16.00 til 18.00. Sími miðasölu er 565-5900 og sími í hópasölu er 8607481. Einnig er hægt að panta miða á midasala@gaflaraleikhusid.is
{mos_fb_discuss:2}