Um helgina verða lokasýningar á Hárinu í Menningarhúsinu Hofi. Silfurtunglið sýndi 12 troðfullar sýningar á 15 dögum yfir páskana og kveðja Akureyri um helgina með þremur sýningum. Nú fer hver að verða síðastur að sjá Hárið því miðarnir eru að seljast upp, en þessari velgengni verður fagnað með miðnætursýningu á laugardaginn

 

 

Silfurtunglið er komið til að vera og keypti í vikunni m.a. réttinn að einum vinsælasta sögleik heimsins í dag; Spamalot.  Leikfélagið mun setja söngleikinn upp 2012, en fyrir áramót er einnig á dagskrá nýtt íslenskt leikrit og margar fleiri uppákomur sem hópurinn mun tilkynna síðar.

{mos_fb_discuss:2}