Sagt er frá þremur ungmennum sem búa saman í íbúð á óræðum stað í miðbænum. Hjá þeim eru heimavanir misjafnir sauðir og þegar ein heimasætan heldur upp á afmælið sitt verður úr því geysimikið – partí. Leikurinn gerist á einni helgi þar sem ætlunin er að skemmta sér ógurlega en ýmislegt óvænt kemur upp og setur strik í ýmsa reikninga (eins og gerist svo gjarnan í leikritum).
Nokkrar tilvitnanir í leikritið:
Hvert gengur strætó númer 9?
Er eitthvað að því að hafa útlitið með sér?
Hvenær drepur maður mann… Nei, það var eitthvað annað.
Og síðast en ekki síst: Bótox!
Athygli er vakin á því að aðeins eru fyrirhugaðar átta sýningar og er sætaframboðið takmarkað, þannig að það er um að gera að tryggja sér miða í tíma. Almennt miðaverð er 1.500 kr. en 1.200 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara. Næstu sýningar eru sem hér segir:
2. sýning fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.00
3. sýning sunnudaginn 30. janúar kl. 20.00
4. sýning föstudaginn 04. febrúar kl. 20.00
5. sýning fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20.00
6. sýning fimmtudaginn 17. febrúar kl. 20.00
7. sýning föstudaginn 18. febrúar kl. 20.00
8. sýning sunnudaginn 20. febrúar kl. 20.00 (Lokasýning)
Allar nánari upplýsingar um uppsetninguna má nálgast á vef leikfélagsins, www.hugleikur.is
{mos_fb_discuss:2}