Kómedíuleikhúsið fer í leikferð um Norðurland núna í vikunni. Sýnt verður á fjórum stöðum og hefst leikurinn á Aureyri, þaðan verður farið á Sauðárkrók svo á Dalvík og loks á Húsavík. Hápólitíski gamanleikurinn Heilsugæslan hefur nú verið sýndur um 30 sinnum víða um landið. Viðtökur hafa verið góðar og er stefnan sett á að sýna Heilsugæsluna um land allt. Leikferðin núna í janúar um Norðurland er því bara byrjunin á árinu en verið er að leggja drög að frekari sýningum á Heilsugæslunni strax í febrúar.

Heilsugæslan verður sýnd á Græna hattinum á Akureyri miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30. Daginn eftir fimmtudaginn 21. janúar verður Heilsugæslan sýnd á Mælifelli á Sauðarárkróki og hefst sýningin kl. 20.30. Á Bóndadag föstudaginn 22. janúar verður Heilsugæslan sýnd í nýja menningarhúsinu á Dalvík, Bergi, og hefst leikurinn kl. 21. Loks verður opnað útibú Heilsugæslunnar í Samkomuhúsinu á Húsavík laugardaginn 23. janúar og hefjast leikar kl. 20.

{mos_fb_discuss:2}