Leikfélag  Selfoss á fullu skriði

Leikfélag Selfoss á fullu skriði

Hafnar eru æfingar hjá Leikfélagi Selfoss á nýju leikverki. Að þessu sinni var ákveðið að setja upp spunaverk í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Gunnar Björn hefur leikstýrt víða, meðal annars kvikmyndunum Astrópíu og Gauragangi sem og áramótaskaupum síðustu tveggja ára. Verkið er gamanleikur fyrir alla fjölskylduna, en meginþráður þess byggir á sunnlenskum þjóðsögum og er unnið út frá ákveðnum ramma þar sem leikhópurinn býr til sínar eigin persónur og vinnur með þær. Leikendur eru tíu talsins. Áætlaður frumsýningardagur er 25 febrúar.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Leikfélag Selfoss á fullu skriði 344 25 janúar, 2011 Allar fréttir janúar 25, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa