Heima er þar sem ég halla mér er leiksýning í óhefðbundinni leikmynd. Áhorfendur eru boðnir velkomnir inn í rútu á Kópaskeri og ævintýrið hefst. Svo keyri rútan áleiðis fyrir Melrakkaskléttuna til Raufarhafnar. Á leið sinni munu áhorfendur verða vitni af allskonar uppákomum, ekki bara inni í rútunni, heldur líka út um gluggann og á ákveðnum stöðum á leiðinni. Að lokinni sýningu er svo leikhúsgestum skilað inn á Kópasker. Verkið verður frumsýnt á Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 20. júní 2015.

Yfirumsjón með verkefninu hafa Aðalbjörg Árnadóttir og Jenný Lára Arnórsdóttir. Verkefnið er samstarfsverkefni milli íslenskan verkefnisins Aftur heim, sem er á vegum Menningarráðs Eyþings, og norska verkefninsins Tilbakestöm.
Þáttakendur í verkinu eru auk Jennýar og Aðalbjargar þær Katla Rut Pétursdóttir, Fanney Kristjánsdóttir og norsku listakonurnar Frid Halmoy, Ashild Pettersen og Mariell Amelie.

Fólk hefur ferðast þennan spotta í alls kyns erindagjörðum. Margir hafa komið á svæðið til að sækja sér atvinnu; Til að taka þátt í síldarævintýri, þýskar konur í leit að betra lífi, verkamenn til að vinna hjá Fjallalambi, tónlistarmenn að spila á böllum, embættismenn í ýmsum erindagjörðum og fleiri og fleiri. Það eru sögur þessa fólks og sögur heimafólks af samskiptum við það, sem við erum að skoða.

Verkefnið Heima er þar sem ég halla mér, hefur hlotið styrk frá Norsk-Islandsk kultursamarbeid, Aftur heim og svo hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir á svæðinu nú þegar lagt verkefninu lið á einvern hátt. Þakkir til Silfurstjörnunar, Dalakofans, Bakarí Húsavíkur, Naustið, Fjallalambs, Cape hostels Húsavík.