Leikfélagið Sýnir sýnir fjórar aukasýningar á Sjö samúræjum, í Elliðaárdal dagana tvær næstu helgar. Laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. september hefjast sýningar kl. 20 en föstudaginn 6. og laugardaginn 7. september kl. 18. Hér er um að ræða útileiksýningu, byggða á klassískri kvikmynd Akira Kurosawa, áhorfendur eru leiddir um Elliðaárdalinn til að fylgja sögunni af hetjunum sjö sem taka að sér að vernda fátæka bændur fyrir ofríki grimmra ræningja. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Guðmundur Erlingsson.

Fátækir bændur í ónefndu þorpi hafa lengi þurft að búa við ofríki ræningja sem ræna uppskeru þeirra og konum og brenna þorpið ef þeir eru óánægðir með ránsfenginn. Að lokum er bændunum nóg boðið, þeir ákveða að leita að samúræjum sem tilbúnir eru að fórna lífi sínu fyrir þurrt fleti og skál af hrísgrjónum á dag. Þeim tekst að finna sjö hugrakka samúræja en er það nóg til að verjast fjölmennum hópi ræningja?

Miðaverð er 2.000 kr en 1.000 kr. fyrir börn. Ekki þarf að panta miða heldur er nóg að mæta og kaupa miða á staðnum. Lagt er af stað frá Félagsheimili Orkuveitunnar.