ImageNú eru nokkur ár síðan Leikfélag Rangæinga hefur sett upp leiksýningu en þá sýndi félagið Emil í Kattholti. Nokkrir áhugasamir félagar í leikfélaginu hafa nú tekið sig saman og sett saman sýninguna Vakið upp drauga.

ImageSýningin er sett saman úr einþáttungum úr ýmsum áttum. M.a. hafa félagar sviðsett Afmælið í kirkjugarðinum eftir Jökul Jakobsson, Bara Innihaldið eftir Sævar Sigurgeirsson, sem er létt grín úr barlífi landans, American Nightmare þar sem grín er gert að gæsaveiðimönnum auk örleikrita og spuna eftir félaga í Leikfélaginu.
Leikstjóri er Margrét Tryggvadóttir

Líklega verður bara ein sýning, föstudaginn 25. nóvember kl. 21:00 í Hvoli, Hvolsvelli.  Miðaverð kr. 1.500 en 1.000 fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. 
Miðapantanir í síma 892 5909 milli kl. 17:00 – 21:00