Næstkomandi laugardag, 3. nóvember, frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Fíasól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, í leikgerð hennar og Vigdísar Jakobsdóttur. Fjórir leikarar standa á sviðinu, auk þess sem tæknimaður sýningarinnar er rödd utansviðs sem og á upptöku, en nokkrir leikarar félagsins tóku upp leiklestur fyrir útvarpsraddir og raddir fyrir símtöl. Leikstjórar eru heimafólkið Guðný H. Axelsdóttir og Páll Friðriksson en þau hafa starfað með félaginu í rúmlega 20 ár.
Flækjuhausinn Fíasól er átta ára drottning í sínu eigin, risastóra hugmyndaríki. En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt að hún missir þær út í vitleysu. Í sýningunni kynnumst við fjölskyldu hennar, Ingólfi Gauki, bláu skrímslunum í gluggakistunni, draugunum undir rúminu og svo er eins gott að lyfta fótunum svo Sigmundur netþjónn komist að með töfraryksuguna sína!
Sýnt er í félagsheimilinu Bifröst.
Hér er sýningarplanið:
Frumsýning laugardaginn 3. nóv. kl. 16
2. sýning sunnudaginn 4. nóv. kl. 16
3. sýning þriðjudag 6. nóv. kl. 18
4. sýning fimmtudag 8. nóv. kl. 18
5. sýning laugardag 10. nóv. kl. 18
6. sýning sunnudag 11. nóv. kl. 14
7. sýning miðvikudag 14. nóv. kl 18
Lokasýning föstudag 16. nóv. kl. 18
Miðasala er í Bifröst og opnar 1. nóvember og er þar virka daga milli 16-18 og svo 30 mín. fyrir sýningar um helgar. Miðasölusími er 849 9434 á opnunartíma miðasölu.