Í Þjóðleikhúsinu er hafinn undirbúningur fyrir þrjár sýningar sem frumsýndar verða eftir áramót og í næstu viku hefjast æfingar á Macbeth, jólasýningu Þjóðleikhússins. Síðustu daga hafa leikhópar þriggja sýninga sem frumsýndar verða eftir áramót í Þjóðleikhúsinu hafið undirbúningsvinnu. Fyrst má þar nefna nýtt íslenskt verk sem sérstaklega var skrifað fyrir Þjóðleikhúsið, Karma fyrir fugla, eftir listakonurnar Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur. Karma fyrir fugla verður frumsýnt í febrúar í Kassanum. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir og leikarar eru Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann.

Kvennafræðarinn eftir Kamillu Wargo Brekling var lesið í vikunni. Kvennafræðarinn er nýtt danskt leikrit sem byggir á metsölubókinni Kvinde kend din krop. Um er að ræða eldfjöruga sýningu þar sem leitað er svara við öllu því sem konur og karlar vilja vita um kvenlíkamann. Með hlutverkin í sýningunni fara þau Maríanna Clara Lúthersdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjóri er Charlotte Bowing. Kvennafræðarinn verður frumsýndur í mars.

Í morgun var síðan þriðja verkið lesið, Fyrirheitna landið eftir Jez Butterworth í þýðingu Mikaels Torfasonar og leikstjórn Guðjóns Pedersens. Fyrirheitna landið er nýtt breskt leikrit sem slegið hefur í gegn beggja vegna Atlantshafsins á undanförnum misserum. Hilmir Snær Guðnason fer með aðalhlutverkið, hlutverk Johnnys, sem býr í hjólhýsi í útjaðri smábæjar og er í senn skelfir þorpsbúa og eitt aðaladráttaraflið á svæðinu.

Þessi þrjú afar ólíku verk munu fylgja í kjölfarið á jólasýningu Þjóðleikhússins, Macbeth eftir William Shakespeare, sem Benedict Andrews, einn af eftirsóttari leikstjórum samtímans, mun leikstýra. Þýðinguna gerði Þórarinn Eldjárn og aðalhlutverk eru í höndum Björns Thors og Margrétar