Flokkur: Leiklistarskólinn

Leiklistarskóli BÍL 2018

Starfstími skólans á þessu ári er frá 9. til 17. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði, sum fyrir byrjendur en önnur sem gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda. Karl Ágúst Úlfsson mun leiða áhugasama inn í töfrandi heim leikritunar og er námskeiðið ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum. Ágústa Skúladóttir skipuleggur og stýrir skemmtilegu og krefjandi trúðanámskeiði fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiðum í leiklist. Kennslan verður í samvinnu við Gunnar Björn Guðmundsson. Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn. Að lokum er...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2018

Starfstími skólans á þessu ári er frá 9. til 17. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði, sum fyrir byrjendur en önnur sem gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda. Karl Ágúst Úlfsson mun leiða áhugasama inn í töfrandi heim leikritunar og er námskeiðið ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum. Ágústa Skúladóttir skipuleggur og stýrir skemmtilegu og krefjandi trúðanámskeiði fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiðum í leiklist. Kennslan verður í samvinnu við Gunnar Björn Guðmundsson. Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn. Að lokum er okkur sérstök ánægja að bjóða í fyrsta sinn í sumarskóla Bandalagsins upp á námskeið í hönnun og aðferðum við leikmynda- og búningagerð. Þar bjóðum við velkomna Evu Björgu Harðardóttur sem kennir hjá okkur í fyrsta sinn en námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á því sem gerist bak við tjöldin í leikhúsinu. Bæklingur skólans starfsárið 2018 er hér á PDF formi: LeiklistarskoliBIL2018 Kveðja frá skólanefnd: Kæra leiklistaráhugafólk! Í sumar er komið að tuttugasta og öðru starfsári leiklistarskólans okkar. Það er alltaf jafn gaman að skipuleggja þetta metnaðarfulla starf og fá svo að fylgjast með nemendum meðtaka, þora, skapa, vaxa, eflast og njóta! Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði, sum fyrir byrjendur en önnur sem gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda. Karl Ágúst Úlfsson mun leiða...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2017

Starfstími skólans á þessu ári er frá 12. til 20. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í sumar verða þrjú námskeið í boði sem öll gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda. Ágústa Skúladóttir verður með Leiklist II, framhald af velheppnuðu byrjendanámskeiði sem haldið var í fyrrasumar. Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn. Þá bjóðum við sérstaklega velkominn nýjan kennara, Þorsteinn Bachmann, sem býður reyndari leikurum upp á námskeið þar sem lögð verður áhersla á sjálfstæði og frumsköpun leikarans. Auk námskeiðahalds bjóðum við höfundum að dvelja að Reykjaskóla við skapandi skrif. Bæklingur...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2016

Starfstími skólans árið 2016 verður frá 4. til 12. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl. Í sumar verða þrjú námskeið í boði hvert með sínu sniði og kennarana þekkjum við vel af góðu einu. Ágústa Skúladóttir verður með sitt sívinsæla byrjendanámskeið fyrir nýliða. Rúnar Guðbrandsson verður með framhaldsnámskeið fyrir leikstjóra þar sem hann byggir ofan á þann góða grunn sem nemendur nutu í fyrra. Þá er okkur sérstök ánægja að bjóða velkominn Stephen Harper. Hann býður upp á sérnámskeið með sama sniði og sló rækilega í gegn hjá okkur...

Read More

Leiklistarskólinn settur

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga var settur í nítjánda sinn að Húnavöllum sl. laugardag. Skólann sækja í ár 39 nemendur á þremur námskeiðum og fimm höfundar eru einnig í heimsókn alla vikuna. Námskeiðin sem boðið er uppá eru Leiklist II, kennari Ágústa Skúladóttir, Leikstjórn I, kennari Rúnar Guðbrandsson og sérnámskeiðið Haraldurinn, kennarar Bjarni Snæbjörnsson og Dóra Jóhannsdóttir. Skólanum verður slitið á hádegi sunnudaginn 14....

Read More