Skolalogo Colour60smallReglur um umgengni í Reykjaskóla á starfstíma Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga:

Nemendur sjá sjálfir um þrif á sínum herbergjum og gangi að öðru leyti vel um alla sameiginlega aðstöðu, svo sem skólastofur, ganga og salerni.

Reglur íslenskra heimavistarskóla um reykingar og áfengisneyslu gilda hér nema í þeim undantekningartilfellum sem skólastýri ákveða.

Tillit skal taka til þeirra sem fara fyrr að sofa en aðrir á kvöldin. Svefnstyggum skal bent á að eyrnatappar eru þarfaþing þar sem margir ganga um á mismunandi tímum. Munið að ef öllum líður vel næst mesti hugsanlegi árangur í starfi og leik!

Skólastýrin verða nemendum og kennurum til aðstoðar alla vikuna. Hikið ekki við að leita til þeirra ef eitthvað amar að. Þau eru Jónheiður Ísleifsdóttir og F. Elli Hafliðason.

Ef þið eigið von á gestum í skólann sem þurfa mat eða gistingu skal skilyrðislaust fá leyfi hjá skólastýrum og starfsfólki skólans og er sá sem gestinn fær jafnframt ábyrgur fyrir greiðslum vegna þessa.

Bandalagið hefur sett sér verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í leiklistarstarfi. Reglurnar er að finna hér.