Leikfélag Zeus í Borgarholtsskóla frumsýnir eitt frægasta meistaraverk leikbókmenntanna: Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare, í þýðingu Hallgríms Helgasonar. Þetta er kynngimagnaður og meinfyndinn harmleikur þar sem jogglað er með hnífa, barist með prikum, staðið á öxlum og ástin tekur heljarstökk út yfir líf og dauða. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Leiklistin hefur verið ríkjandi í kennslu skólans í mörg ár og skipað stóran sess í félagsstarfi nemenda. Á þessari önn tók leikfélagið aftur formlega til starfa eftir nokkurra ára hlé og eru nú allt að 40 manns í leikfélaginu. Leikhópurinn, sem tekur þátt í sýningunni, er um 20 manns og 4 manna hljómsveit spilar frumsamda tónlist undir.
Með hlutverk Júlíu fer Þuríður Davíðsdóttir og með hlutverk Rómeós fer Atli Óskar Fjalarsson sem er betur þekktur fyrir leik sinn í verðlauna stuttmyndinni Smáfuglar eftir Rúnar Rúnarsson.
Generalprufa: mánudaginn 30. Mars kl. 20:00
Frumsýning: þriðjudagurinn 31. mars kl. 20:00 – UPPSELT
Önnur sýning: miðvikudaginn 1. apríl kl. 20:00
Þriðja sýning: föstudaginn 3. Apríl kl. 20:00
Sýnt er í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar
Miðapantanir í síma 618-0355