Á aðalfundi Bandalagsins, 1. og 2. maí nk. verður val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningunni tilkynnt eins og hefð er fyrir. Frestur til að sækja um fyrir leiksýningu að koma til greina í valinu rennu út 20. apríl nk. og skulu umsóknir berast til Þjóðleikhússins ásamt myndbandsupptökum af sýningunni ekki seinna en þá um daginn. Leikfélög eru eindregið hvött til þess að sækja um með sýningar sínar.

Þjóðleikhúsið hefur um árabil boðið aðildarfélögum Bandalags íslenskra leikfélaga að taka þátt í valinu á Athyglisverðustu áhugleiksýningu ársins og er sú sýning sem fyrir valinu verður sýnd á einhverju sviði Þjóleikhússins í lok leikárs.

Umsóknir má nálgast hér til vinstri á forsíðu á leiklist.is

{mos_fb_discuss:3}