Stuttverk fyrir yngstu börnin hjá Leikfélagi Mosfellssveitar

Stuttverk fyrir yngstu börnin hjá Leikfélagi Mosfellssveitar

Sunnudaginn 14. nóvember kl. 17 verður frumsýnd stuttverkadagskrá fyrir yngstu börnin hjá Leikfélagi Mosfellssveitar Sýningin kallast Ævintýri gerast enn og þar koma fram hinar ýmsu ævintýrapersónur eins og prinsessan á bauninni, geiturnar þrjár og leikhúsflugurnar Bía og Finnur. Aðeins verða sýndar þrjár sýningar, sunnudaginn 14. nóvember kl. 17, sunnudaginn 21. nóvember kl. 14 og sunnudaginn 5. desember kl. 14. Miðapantanir eru í síma 566 7788 og miðaverð er aðeins 500 krónur.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Stuttverk fyrir yngstu börnin hjá Leikfélagi Mosfellssveitar 246 12 nóvember, 2010 Allar fréttir nóvember 12, 2010

Áskrift að Vikupósti

Karfa