ImageBelgíska Kongó eftir Braga Ólafsson gekk fyrir  fullu húsi í Borgarleikhúsinu 2 leikár í röð. Vegna fjölda áskoranna hefur nú verið ákveðið að taka verkið aftur upp e. áramót. Fyrsta sýning verður 7. janúar.  Eggert Þorleifsson hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla vorið 2004 fyrir túlkun sína á hinni fjörgömlu Rósalind.

Bankastarfsmaðurinn Rósar og amma hans Rósalind hafa ekki talast við í sjö ár.  Einn daginn ákveður Rósar að það sé orðið tímabært að sættast og fá hin gömlu og tilefnislaustu leiðindi út úr heiminum.  En það á eftir að koma í ljós hvort jafn óskylt/ólíkt fólk og skyldmennin sem um ræðir hafi nokkuð hvort við annað að segja.

Auk Eggerts leika í sýningunni: Ilmur Kristjánsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Davíð Guðbrandsson.