Föstudagskvöldið 16. janúar n.k. mun Leikfélag Ölfuss frumsýna sakamálafarsann Blúndur og blásýru eftir Joseph Kesselring. Leikritið sem er í fullri lengd verður sýnt í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og með hlutverk fara Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Daníel Haukur Arnarsson, Hulda Gunnarsdóttir, Júlía Káradóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir, Ólafur Hannesson, Ragnheiður Helga Jónsdóttir, Þórður Njálsson og Þrúður Sigurðar.
Leikritið segir frá tveim eldri systrum, Abby og Mörthu sem búa í ættarhúsinu ásamt frænda sínum sem gengur ekki heill til skógar. Þær hafa orð á sér fyrir að vera einstök gæðablóð. Þegar annar frændi birtist skyndilega með að því er virðist óhreint mjöl í pokahorninu fara ýmsir hlutir að gerast og leyndarmál afhjúpast.
Sýningin hefst klukkan 20:00 og miðaverð er kr. 1500. Miðapantanir í síma 893-1863 (Ásta) og klukkustund fyrir sýningu í Versölum. Forsala aðgöngumiða á allar sýningar verður 15. janúar n.k. frá kl. 19-21:00
Ráðhúskaffi býður uppá létt hlaðborð frá kl. 18:00 fyrir leikhúsgesti á kr. 1.990.- Borðapantanir í síma 483-1700 og 894-3017
Næstu sýningar:
Laugardagur 17. janúar kl. 20
Miðvikudagur 21. janúar kl. 20
Föstudagur 23. janúar kl. 20
Laugardagur 24. janúar kl. 20
Miðvikudagur. 28. janúar kl. 20