Nú er alveg að bresta á Halafjör. Föstudaginn 14. feb. frumsýnir Halaleikhópurinn stuttverkafjör undir yfirskriftinni Nú er hann sjöfaldur, í leikstjórn Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar. Þættirnir í dagskránni eru Hverjir voru hvar, Gamli vinur og Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson, Lokakeppnin eftir Halldór Magnússon, Kurteisi eftir Don Ellione, Verkið eftir Örn Alexandersson og Aftur á svið eftir Fríðu Bonnie Andersen.
Höfundarnir eiga það sameiginlegt að starfa innan raða BÍL eins og Halaleikhópurinn.
Leikarar eru tíu, sumir gamalreyndir en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Alls taka 22 þátt í uppfærslunni. Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhússins í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Inngangur að norðanverðu nr. 3.
Frumsýnt verður föstudaginn 14. feb. nk. kl. 20.00 en annars verða sýningar sem hér segir:
Sunnudaginn 16. feb. kl. 17.00
Laugardaginn 22. feb. kl. 17.00
Sunnudaginn 23. feb. kl. 17.00
Miðaverð er 2000 kr. Miðapantanir í síma 897 5007 og á midi@halaleikhopurinn.is.
Sýningin er um það bil ein klukkustund í flutningi.
Nánari upplýsingar á vef félagsins.