Starfstími skólans á þessu ári er frá 9. til 17. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði

Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði, sum fyrir byrjendur en önnur sem gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda.

Karl Ágúst Úlfsson mun leiða áhugasama inn í töfrandi heim leikritunar og er námskeiðið ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Ágústa Skúladóttir skipuleggur og stýrir skemmtilegu og krefjandi trúðanámskeiði fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiðum í leiklist. Kennslan verður í samvinnu við Gunnar Björn Guðmundsson.

Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn.

Að lokum er okkur sérstök ánægja að bjóða í fyrsta sinn í sumarskóla Bandalagsins upp á námskeið í hönnun og aðferðum við leikmynda- og búningagerð. Þar bjóðum við velkomna Evu Björgu Harðardóttur sem kennir hjá okkur í fyrsta sinn en námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á því sem gerist bak við tjöldin í leikhúsinu.

Skráning á námskeiðin hefst 15. mars og stendur til 15. apríl.

Nánari upplýsingar um skólastarfið

Bæklingur skólans starfsárið 2018 er hér á PDF formi:

LeiklistarskoliBIL2018