Þrír kúgaðir skrifstofumenn sólunda lífi sínu á sorglegustu skrifstofu veraldar undir vökulu auga siðblinds yfirmanns. Í hvert sinn sem hann lítur undan, nýta þeir tækifærið til að „blamma“: Að endurgera uppáhalds senurnar sínar úr hasarmyndum. Þegar yfirmaðurinn fer að „blamma“ með þeim færist fjör í leikinn og við tekur stórhættuleg saga sem leikin er á ógnarhraða og krefst ofurmannlegra átaka.

Síðustu sýningar í Borgarleikhúsinu 19. 20. 21. og 22. júní kl. 20.00 Þessi nýjasta sýning Kristjáns hefur slegið rækilega í gegn víða um heim, meðal annars hreif hún áhorfendur á Edinborgarhátíðinni í ágúst síðastliðnum. Sýningin hefur hlotið mikið lof og valdi dómnefnd hinna virtu Reumert-verðlauna hana sýningu ársins í Danmörku. Verkið var fyrst sýnt sex sinnum í Borgarleikhúsinu fyrir troðfullu húsi við mikinn fögnuð leikhúsgesta, hlaut einróma lof gagnrýnenda og sex Grímutilnefningar. Sýningin snéri aftur á fjalir Borgarleikhússins í vor vegna gríðarlegrar eftirspurnar.

Kristján Ingimarsson hefur þróað sitt eigið líkamstungumál sem samanstendur af látbragðsleik, gamanleik, fimleikum, trúðleik, dansi og leiklist. Ekkert hefðbundið tungumál þvælist því fyrir áhorfendum á sýningum Kristjáns. Tónlistin er áberandi og húmorinn er aldrei langt undan.

Nánari upplýsingar og miðasala á midi.is