Fjórir heimilisleysingjar gramsa í ruslatunnum í óhrjálegu porti. Hverjum hefði dottið í hug að þar leyndust skínandi perlur óperubókmenntanna? Tónlist úr óperum á borð við Brúðkaup Fígarós, Gianni Schicchi, La traviata, Cosi fan tutte, Rakarann í Sevilla – og að sjálfsögðu Perlukafarana, öðlast nýtt líf í stórskemmtilegu sýningu úr smiðju Ágústu Skúladóttur (Ballið á Bessastöðum, Ástardrykkurinn, Klaufar og kóngsdætur) og félaga, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni föstudaginn 8. apríl næstkomandi. Fylgist með nokkrum af færustu söngvurum Íslands flytja ódauðleg meistaraverk í sprellifandi og sprenghlægilegum búningi!
Hér er jafnframt um að ræða síðasta verkefni Íslensku óperunnar í húsnæði sínu til þrjátíu ára. Næsta frumsýning Íslensku óperunnar verður því í Hörpu, og eru því síðustu forvöð að sjá óperusýningu í hinu gamla og sjarmerandi húsnæði við Ingólfsstræti.

Söngvararnir eru Ágúst Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Valgerður Guðnadóttir
Píanóleikari er Antonía Hevesi
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Leikmynd: Guðrún Öyahals
Katrín Þorvaldsdóttir
Magnús Arnar Sigurðarson

Allar nánari upplýsingar um sýninguna veitir undirrituð, sem getur einnig útvegað prenthæfar myndir úr sýningunni. Einnig eru allar upplýsingar um sýninguna og þátttakendur á www.opera.is.

{mos_fb_discuss:2}