Leitum að skapandi listamönnum til þess að taka þátt í næstu sýningum 108 PROTOTYPE. Fyrsta sýning gekk vonum framar!
Megináherslan er lögð á ferlið, hugmyndir og tilraunir.
Næstu sýningar eru:
Sun 29. október kl: 20:00
Sun 27. nóvember kl: 20:00
Hafðu samband á steinunn_k@hotmail.com
108 PROTOTYPE er röð mánaðarlegra sýninga þar sem listamenn frá hinum ýmsu listgreinum hafa tækifæri til þess að sýna verk sína. Markmið sýninganna er að skapa umhverfi þar sem megináherslan er lögð á sköpunarferlið, tilraunir og nýjar hugmyndir. Opnum umræðum milli áhorfenda og listamanna verður stjórnað í lok hverrar sýningar.
108 PROTOTYPE fer fram í Klassíska Listdansskólanum, sem er virk miðstöð fyrir bæði dans og aðrar listgreinar. Þar er að finna rúmgóðan sýningarsal og tvo minni sali sem hægt er nota fyrir sýningar á margmiðlunarverkum. 108 PROTOTYPE nýtur fulls stuðnings Klassíska Listdansskólans sem viðurkennir þörfina á því að danslistin nái betri tengslum við samfélagið og aðrar listgreinar.
108 PROTOTYPE er ekki hagnaðarstarfsemi.