Á morgun fimmtudag, kl. 17:30, verður haldinn opinn fundur í Tjarnarbíó um dagskrá leikársins 2014-2015.
Leikrit, dansverk, tilraunaverkefni og vinnustofur listamanna hafa nú verið bókuð fyrir næsta leikár og mynda glæsilega heild sem Tjarnarbíó er stolt af að tilkynna. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Á fundinum mun framkvæmdastjóri hússins, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, fara yfir þau verk sem sett verða á fjalirnar. Einnig verða á kynningarfundinum fulltrúar frá öllum hópum og listamönnum sem eru hluti af dagskránni.

Fundurinn er öllum opinn og eru fréttamenn og ljósmyndarar sérstaklega velkomnir.

Eftir fundinn, kl. 20:00, verður fjórði Arty Hour haldinn á kaffihúsinu. Á Arty Hour kynna ýmsir listamenn verk sín í vinnslu. Á fimmtudaginn koma fram:

Samferða er hópur sem mun segja okkur frá opinni þjálfun í líkamlegri spunavinnu sem þau standa fyrir í hverri viku
Ráðhildur kynna verkefnið Golden Age
Auðlind með nýtt leikverk leikhópsins, Róðarí
Leikhópurinn Glenna kynnir nýja leikritið Útlenski drengurinn
Nikhil Nathan Kirsh segir okkur hvernig stemmingin er á vinnustofunni í Svítunni

 

Dagskrá vetrarins 2014-2015

Leikhópurinn Auðlind með leikritið Róðarí

Leikhópurinn 10 fingur  leikverkið Lífið – leiksýning um dauðann

Leikhópurinn Glenna með verkið Útlenski drengurinn

Óskabörn ógæfunnar með verkin Galdra-Loftur og Nóttin var sú ágæt ein

Möguleikhúsið með leikverkin Eldbarnið, Hávamál og Aðventu

Leikhópurinn 16 elskendur með verkið Persónur og leikendur

Þíbylja/Svipir með verkið Endatafl

Arnar Dan Kristjánsson með verkin Landsliðið á línunni og Samsuða stórveldanna

Álfrún Örnólfsdóttir með einleikinn Kamelljón

Frystiklefinn með verkið Trúðleikur

Leikhópurinn Á senunni með leikritið Ævintýrið um augastein

Hópurinn Dance for me með verkið Petra

 

Vinnustofur sem enda með sýningu

Hópurinn Spun með verkið Beyond the Bark

Listahópurinn Vinnslan með verkið Strengir

Leifur Þór Þorvaldsson með verkefnið Draumfarir

Shalala eru með tvö verkefni: To the bone og Fórn

Steinunn Ketils og danshópur með verkið Nordic Blondes

Spindrift Theatre með verkið Lísa í undralandi

Ásrún og Alex með verkið Popstar Dance

Hópurinn Ráðhildur með verkið Golden Age

Brite Theatre með verkið Ríkharður 3. fyrir eina konu