Nordisk amatörteaterraad (NAR) Sveriges Amatörteaterraad og Vimmerby-bær bjóða barnaleikhúshópum (leikendum á aldrinum 9 til 14 ára) frá Norðurlöndunum og baltnesku löndunum á SPUNK-hátíðina í Vimmerby 18. – 24. júní 2007. Hátíðin er hluti af hundrað ára afmælishátíð Astrid Lindgren.

Þau lönd sem boðið er að taka þáttí hátíðinni eru hópar frá aðildarlöndum NAR og baltnesku löndunum. Hópum er boðið frá Danmörku, Eistlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Álandseyjum, Lettlandi, Litháen og Noregi, einum fré hverju landi, einum finnskumælandi og einum sænskumælandi frá Finnlandi og tveimur hópum frá Svíðþjóð.

Hér með er auglýst eftir íslenskum hópi á hátíðina!

Hátíðin hefst um kvöldið 18. júní 2007 og lýkur þann 24. júní, sem er heimferðardagur.

Umsóknarfrestur til Svenskt Amatörteaterraad, SAR, hefur verið framlengdur fyrir Ísland til 15. desember 2006.

Öll norðurlöndin og baltnesku löndin þrjú hafa þegar tilkynnt þátttöku, það vantar bara hóp frá Íslandi.

Í Vimmerby er boðið upp á fjölbreytta sýningaraðstöðu. Vilji hópar leika utanhúss þurfa þeir að koma með eigin tæknibúnað. Sýningar skulu vera á eigin tungumáli og ekki vera lengri en 60 mínútur. Dagskráin stendur yfir í sex daga og í boði verða leiksýningat, námskeið og hefðbundnar sænskar miðsumarskemmtanir.

SPUNK er barnaleiklistarhátíð í anda Astrid Lindgren. Það felur ekki í sér að þátttökuhópar verði að vera með verk eftir hana heldur að uppsetningar skuli vera í anda verka hennar. Hugmyndaríkar og fjörlegar og gjarnan með friðarboðskap. Allar uppsetningar á verkum Astrid Lindgren þurfa að vera með leyfi frá Nordiska Strakosch Teaterforlaget. Það er góð regla að sækja alltaf um sýningarrétt fyrirfram. Hafa ber í huga að ekki er leyfilegt að blanda verkum saman. Emil fær ekki að hitta Línu, og svo framvegis.

Hátíðin sér þátttökuhópum fyrir fæði og húsnæði, hópunum að kostnaðarlausu, fyrir mest tíu þátttakendur og tvo umstjónarmenn frá hverjum hóp. Gist verður á dýnum í svefnsölum. Hægt er að sækja um ferðastyrk hjá NAR.

Umsóknum skal skila fyrir 15. desember til:

SAR, c/o Amatörteaterns Riksförbund
von Rosens väg 1
737 40 Fagersta
SVERIGE

Eða á faxi
fax 0223-172 66

eða á netfang:
info@atr.nu

Umstóknareyðublöð fást á vefnum www.atr.nu