Laugardaginn 9. desember sýnir Leikfélag Mosfellssveitar jólasýningu á verkinu Varaðu þig á vatninu eftir Woody Allen í leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar.

Miðaverð verður aðeins kr. 1.200 á þessa sýningu og boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur í hléi. Einnig munu þrír heppnir leikhúsgestir hafa með sér jólatré heim.

Leikritið gerist á tímum kalda stríðsins og fjallar um bandaríska fjölskyldu sem leitar skjóls í bandaríska sendiráðinu í Vúlgaríu eftir að hafa tekið þar ljósmyndir á bannsvæði. Óvæntir atburðir setja svip sinn á leikritið og útlit er fyrir að það eigi eftir að reynast fjölskyldunni erfitt að komast aftur til síns heima.

Sýnt verður í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.
Sýning hefst kl. 20.00
Miðapantanir eru í síma 566 7788