Author: lensherra

Hans klaufi hjá Leikfélagi Stafholtstungna

Nýstofnað Leikfélag Stafholtstungna frumsýnir fjölskylduleikritið Hans klaufi eftir leikhópinn Lottu þann 9. mars næstkomandi. Sýnt er í Þinghamri, Varmalandi. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson.   Frumsýning er sunnudaginn 9. mars kl. 14.00. Sýningar eru annars sem hér segir: Sun. 16. mars kl. 17.00 Sun. 23. mars kl. 17.00 Lau. 29 mars kl. 14.00 Sun. 30. mars kl. 14.00 Miðasalan fer fram á...

Sjá meira

Leikfélag Ölfuss vaknar

Leikfélag Ölfuss rís nú úr dvala og boðar til opins fundar til ad kynna starfsemi sína. Félagið hefur á síðustu misserum verið ad setja upp glænýja aðstöðu og nú er komið ad því að hefja störf í Leikhúsinu ađ Selvogsbraut 4. Öllum sem hafa áhuga á því að starfa med félaginu er hér með boðið á kynningarfund fimmtudaginn 13. mars kl. 20.00. Framundan eru spennandi verkefni. Nú á vormánuðum verður haldin stuttverkahátíð þar sem fólki gefst tækifæri til ad skrifa, leika og leikstýra ásamt öllu sem fylgir því að setja upp leiksýningu. Hlökkum til ad sjá sem flesta á...

Sjá meira

,,Land míns föður“ í Freyvangsleikhúsinu-umfjöllun

Á síðasta degi febrúar, eða þann 28. frumsýndi, Freyvangsleikhúsið söngleikinn, Land míns föður, eftir Kjartan Ragnarsson við fallega sveiflutónlist eftir, Atla Heimi Sveinsson, og var ég undirritaður þeirrar ánægju aðnjótandi að vera á staðnum. Í verkinu er fjallað um hernámsárin á Íslandi, en sá tími var afar örlagaríkur í lífi þjóðarinnar og hafði áhrif og ýmsar afleiðingar fyrir margan einstaklinginn.  Rauði þráðurinn í gegnum verkið er ungt par, Ársæll, eða, Sæli, sem er ungur glímukappi, sem Jóhannes Már Pétursson leikur, og kærustuna hans, Báru, sem Járnbrá Karítas Guðmundsdóttir leikur, og eru þau óttalega krúttaraleg, en þau trúlofast í upphafi...

Sjá meira

Kokteill Halaleikhópsins

Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari. Leikstjórinn dró fram 3 eldri stuttverk eftir sjálfan sig, sem flutt hafa verið áður, en voru skrifuð fyrir 6 til 9 ára leikara, en höfundi langaði að prófa að vinna þau með eldri leikurum, sem tilraun. Höfundur samdi síðan tvö ný verk auk eintala fyrir hópinn til að setja þetta saman sem Kokteil þann sem þér er til boða núna Sýningar verða laugardaginn 1. mars kl. 20.00 og sunnudaginn 2. mars kl.17.00. Miðaverð...

Sjá meira

Sex í sveit í Árnesi

Leikdeild UMFG leggur þessa dagana lokahönd á undirbúning fyrir sýningar á hinu geysivinsæla leikverki Sex í sveit. Leikstjórn er í höndum  Bjarkar Jakobsdóttur. Frumsýnt verður í Árnesi föstudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00.  Verkið sem er eftir Marc Camoletti í íslenskri þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnars Jónssonar, er bráðskemmtilegur farsi sem gerist í íslenskum sumarbústað þar sem óvæntar uppákomur, flækjur og misskilningur valda ótal vandræðalegum – og hlægilegum – aðstæðum. Leikararnir sex geta vart beðið með að stíga á svið og tryggja áhorfendum kvöld fullt af hlátri og góðri stemmningu. Björk Jakobsdóttir er reyndur leikstjóri og leikkona sem hefur komið víða við í...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur