Ærsladraugurinn á Hofsósi
Leikfélag Hofsóss frumsýndi gamanleikinn Ærsladrauginn eftir Noel Coward í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 29. mars. Leikstjóri er Börkur Gunnarsson. Verkið gerist á yfirstéttarheimili bresks rithöfundar sem ætlar að afla sér vitneskju um starfsemi miðla og býður í þeim tilgangi einum slíkum í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að ýmislegt fer á annan veg en ætlað var í upphafi en eins og nafn verksins bendir til kemur óútreiknanlegur ærsladraugur við sögu. Hlutverk í sýningunni eru sjö í höndum sex leikara en alls koma um 30 manns að sýningunni. Ærsladraugurinn var fyrst settur á svið í London árið 1941...
Sjá meira


