Kraftmikil og flott sýning hjá Verzló
Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands frumsýndi á dögunum söngleikinn Made in USA eftir Jón Gnarr í leikstjórn Jóhanns G. Jóhannssonar. Þetta er heilmikið „show“ að hætti Verzló og hvergi til sparað í umgjörð. Söngleikjaunnandinn Lárus Vilhjálmsson brá sér á sýninguna og hér má lesa hvernig honum þótti til takast hjá Verzlingum. Kraftmikil og flott sýning hjá Verzló Ég skrapp á sýningu Verzló á dögunum á „Made in USA“ eftir Jón Gnarr í leikstjórn Jóhanns G. Jóhannssonar og skemmti mér vel. Þótt að handritið um íslenska skiptinemann sem kynnist krökkum í amerískum listaskóla (aka Fame) sé frekar rýrt í roðinu og bjóði ekki upp á mikla persónusköpun, þá þjónar það þeim tilgangi að tengja saman flott sjónarspil söng og dansatriða. Jón Gnarr fer þá leið að gera létt grín að hinni dæmigerðu bandarísku (og íslensku) dægurmenningu og stundum vottar fyrir smá broddi, eins og til að mynda í kostulegri þjóðremburæðu í lokin. En í söngleik þar sem aðalatriðið er að skemmta manni er náttúrulega fáránlegt að biðja um einhvern Ibsen eða Tennesse Williams svo að ég er bara ansi sáttur við handritið eins og það er. Leikstjórnin á verkinu er ágæt, sérstaklega í hópatriðum og skiptingum. Stundum fannst mér þó sum leikatriðin heldur uppstillt og með óeðlilegri mynd. Jóhann hefur þó mjög góða stjórn á þessum stóra hóp og nær út fínum leik hjá flestum þeirra. Tónlist, dans og útlit er í...
Sjá meira