Niðrá bæjum blæs ei vindur…
Það er sennilega fullmikið að segja að ritdeila sé í uppsiglingu en altént hefur Þorgeir Tryggvason sent Eyvindi P. Eiríkssyni svar við grein hans um pólítískt leikhús. "Niðrá bæjum blæs ei vindur, blíð er tíð og góð" Kæri Eyvindur Síðan ég las grein þína daginn sem hún birtist á vefnum hefur mig langað til að svara þér. Og langað til að svara þér ekki. Eða kannski ekki "svara", heldur leggja orð í belg, vera með. Þannig er ég nú einu sinni gerður. Eitt af því sem stóð í vegi fyrir því er að ég er ekki á nógu skýrum öndverðum meiði við þig, og ekki nógu sammála til að skrifa bara: "loksins, loksins!". Við myndum ekki nógu andstæða póla til að almennileg spenna verði á milli. Ég er nefnilega ekki pólverji (afsakaðu orðaleikinn, ég hreinlega stóðst hann ekki). Ég held að ég verði aldrei róttæklingur að neinu leyti, nema á því örlitla sérsviði að berjast fyrir því að óperur séu fluttar á Íslensku fyrir íslendinga, í því máli er ég talibanskur í hugsun, hef myndað mér skoðun sem er hin eina rétta, hlusta ekki á rök og lít á málamiðlanir sem svik. Mér finnast öll mál flókin. Ég kem aldrei auga á neinar einfaldar lausnir. Oftast ekki á neinar lausnir. Öll skýr dæmi kalla á gagndæmi, öll svör vekja spurningar. Þess vegna tek ég aldrei þátt í mótmælum sem...
Sjá meira


