Tvöfaldur Shakespeare
"Ég hefði líklega látið segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum ef mér hefði verið sagt að tvær frumlegar og frábærlega vel heppnaðar Shakespearesýningar væru í gangi í einu, og það í sama húsinu." Þorgeir Tryggvason hefur skrifað hugleiðingu um Shakespearesýningar vetrarins. Shakespeare tvisvar sinnum Ég hefði líklega látið segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum ef mér hefði verið sagt að tvær frumlegar og frábærlega vel heppnaðar Shakespearesýningar væru í gangi í einu, og það í sama húsinu. Uppfærslur síðustu ára á verkum karlsins í íslensku atvinnuleikhúsi hafa með örfáum undantekningum einkennst af áreynslukenndum tilraunum til að vinna gegn “hefðinni” (eins og hér hafi einhverntíman verið til Shakespeare-hefð), vanhugsuðum eða illa ígrunduðum leikstjórakonseptum sem gengu ekki upp og pínlegum tilraunum til að gera Shakespeare aðgengilegan án þess að maður hefði á tilfinningunni að aðstandendur sýninganna skildu verkin sem þeim var svo í mun að koma á framfæri. Svo ég dragi nú strax beittustu vígtennurnar úr þessari alhæfingu vil ég nefna tvær vel heppnaðar sýningar þar sem frumleiki leikstjóranna og verkin héldust í hendur frekar en að standa í fangbrögðum. Draumur á Jónsmessunótt í uppfærslu Guðjóns Pedersen í Nemendaleikhúsinu og Ofviðrið í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar á sama stað. Þessar sýningar sýndu að þetta er hægt. Og nú eru Sumarævintýri og Rómeó og Júlía til marks um að fleiri hafa þetta á valdi sínu en Gíó og Rúnar. Báðar eru...
Sjá meira


