Loks lætur Listamaðurinn ógurlegi aftur á sér kræla eftir nokkurt hlé og þótti mörgum kominn tími til. Nú er hann í jólaskapi og hefur tekið saman jólagjafalista áhugaleikarans.

Öðruvísi jólagjafir!

Í verslun Bandalags íslenskra leikfélaga færðu jólagjöfina sem kemur á skemmtilega óvart. Þar (og hvergi annars staðar) fást jólagjafir fyrir þá sem vilja skipta um útlit, litarhaft eða skemmta sér við lestur góðs leikrits. Hér er lítið brot af úrvalinu hjá okkur.

Sendum samdægurs í póstkröfu – Hægt er að panta í síma 551- 6974 eða á info@leiklist.is

Andlitsmálning í miklu úrvali
andlitsm. lítilKjörin jólagjöf fyrir þá sem hafa gaman af því mála sig og aðra. Vatnslitirnir henta sérlega vel fyrir börn og allir litir eru ofnæmisprófaðir.

Vatnslitir, andlits- og líkamsfarði
Vatnslitur, Grimas, 40 litir, 15 ml 425.-
Vatnslitur, Grimas, 16 litir, 25 ml 630.-
Vatnslitur, Grimas, hvítt og svart, 60 ml 930.-

Vatnslitabox, Grimas, 6 litir 1.300.-
Vatnslitabox, Grimas, 12 litir 2.300.-
Vatnslitabox, Grimas, 24 litir 4.200.-
Vatnslitabox, Kryolan, 24 litir 3.800.- Tilboð!

Andlitslitir, kremfarði
Créme make-up, Grimas, 40 litir, 15 ml 480.-
Créme make-up, Grimas, 22 litir, 60 ml 940.-

Créme make-up litabox, Grimas, 6 litir, 2 gerðir 1.300.-
Créme make-up litabox, Grimas, 12 litir, 3 gerðir 2.300.-
Créme make-up litabox, Grimas, 24 litir 4.200.-
Supracolor litabox, Kryolan, 12 litir, 3 gerðir 2.200.-
Supracolor litabox, Kryolan, 24 litir 4.300-

Skoða mynd betur

Ódýrar förðunarhandbækur
HandbækurlítÓdýrar förðunar handbækur frá Grimas og Kryolan. Sviðs- og fantasíuförðun auk skemmtilegra hugmynda fyrir börn og aðra sem sem finnst gaman að breytast í furðuverur!

Kryolan handbókin 1.000,-
Grimas handbókin 800,-

Skoða mynd betur

Augnhár við allra hæfi!
AugnhárlítilAugnhár af öllum stærðum og gerðum. Fjölbreyttir litir og lögun. Einnig stök augnhár.

Augnhár 800,-

Skoða mynd betur

Tónlist fyrir vandláta
DiskarlítilKannski ekki landsins mesta úrval af geisladiskum en þeim mun skemmtilegri höfum við þá. Og á hagstæðara verði!

Hundur í óskilum – Hundur í óskilum 2.000,-
Kristjana Arngrímsdóttir – Þvílík er ástin1.800,-
Túpílakar – Grínlögin illu 2.000,- (inniheldur m.a. „Bandalagið“ Allt fyrir andann)
Hugleikur – Kolrassa 1.500,-

Skoða mynd betur

Tennur sem tekið er eftir
TennurlítErtu vandræðalega falleg(ur)? Tennurnar frá Billy Bob eru lausnin. Skelltu þeim upp í þig og þú losnar við hvimleiðan ágang hins kynsins. Á meðal tanngarða sem fást hjá okkur eru:

Gullgrafarinn
Blóðsugan
Íshokkíleikmaðurinn
Spangastelpan
Hellisbúinn
Flugmaðurinn
o.fl.

Skoða mynd betur

Skegg fyrir öll tilefni
SkegglítilSprettur þér ekki grön? Er konan pirruð á tilraunum þínum til að safna virðulegum hökutopp? Dreymir þig kannski um að fá hlutverk skeggjuðu konunnar í sirkus? Við höfum lausnina, gerviskegg í úrvali!

Einnota yfirvaraskegg 200,-
Ekta yfirvaraskegg 1.000,-
Ekta hökutoppar 3.000,-

Einnig fæst hjá okkur skegglím, límeyðir og skegglímbitar

Skoða mynd betur

…og að lokum eitthvað handa glimmergellum.
GlimmergellítilJólunum fylgja alls kyns mannafagnaðir og glimmergelið gerir þér kleift að skína, hvort heldur er á áramótaballinu eða bara í jólaboðinu hjá Möggu frænku. Og við eigum litinn sem passar einmitt við kjólinn þinn!

Glimmergel, 14 litir 500,-
Glimmerspray, 5 litir 600,-
Glimmerstjörnur, 3 litir 385,-

Skoða mynd betur

Kíktu á allan vörulistann!