Author: lensherra

Alþjóða leikhúsdagurinn 27. mars 2003

Alþjóða leikhúsmálastofnunin, ITI,  hefur jafnan fengið virtan leikhúslistamann til að semja ávarp dagsins og það hefur síðan verið þýtt á þjóðtungur aðildarlandanna og birt og flutt þennan dag. Árið 1999 samdi frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og leikhússtjóri ávarpið að beiðni ITI. Í ár er það þýska leikskáldið Tankred Dorst sem er höfundur ávarpsins. Ávarp Tankred Dorst, leikskálds. Í tilefni af Alþjóða leikhúsdeginum 27. mars 2003. Ávarpið er samið að beiðni Alþjóða leikhúsmálastofnunarinnar – ITI. Við spyrjum í sífellu, hvort leikhúsið geri samtíma okkar raunveruleg skil. Leikhúsið speglaði veröldina í tvöþúsund ár og gerði grein fyrir stöðu mannsins. Hvort sem leiknir voru harmleikir eða gleðileikir var ljóst að líf manneskjunnar voru hennar óumflýjanlegu örlög. Maðurinn var ekki óskeikull; hann gerði skelfileg mistök, tókst á við aðstæður sínar, hann þyrsti í völd og var veiklunda, svikull og auðtrúa, blindur, kátur og glímdi við guð. Nú segja menn mér aftur á móti að við getum ekki lengur skoðað líf okkar samkvæmt hefðbundum aðferðum leikhússins, eða með hefðbundinni dramatúrgíu. Það sé semsagt engin leið til þess að segja sögur. Þess í stað koma textar af ýmsu tagi, ekki samtöl, en yfirlýsingar. Ekkert drama. Úti við sjóndeildarhringinn lúrir annarskonarmaður: Margklónuð vera, erfðafræðilega endurbætt. Og sé þessi nýi maður til í raun, mun hann ekki þurfa á hefðbundnu leikhúsi að halda. Hann mun ekki skilja átökin sem þar fara fram. Við sjáum þó...

Sjá meira

Alþjóða leikhúsdagurinn 27. mars 2003 – Íslenskt ávarp

Frá því Ísland gerðist aðili að ITI hefur íslenskur leikhúslistamaður verið fenginn ár hvert til að semja ávarp í tilefni dagsins og hefur sú hefð skapast að ávarpið birtist í dagblöðum, er flutt af höfundi í útvarpi og af einhverju leiksviði þennan dag og hafa aðrir leikhúslistamenn stigið fram á svið fyrir sýningar í leikhúsum og flutt ávarpið fyrir hans hönd hvar sem leikið er þennan dag. Í ár er það Þráinn Karlsson, leikari á Akureyri sem hefur samið ávarp Alþjóða leikhúsdagsins fyrir Leiklistarsamband Íslands. Alþjóðlegi leikhúsdagurinn 27. mars 2003 Ávarpið skrifar Þráinn Karlsson leikari á Akureyri. Góðir leikhúsgestir. Á þessum degi 27. mars ávarpa leikhúslistamenn leikhúsgesti um allan heim. Það var með tregablandinni gleði að ég tók að mér að setja saman ávarpið að þessu sinni. Eins og nú er kunnugt hefur öllum starfsmönnum eins atvinnuleikhúss landsins, Leikfélags Akureyrar, verið sagt upp störfum vegna fjárhagsvanda. Við slík tímamót veltir maður fyrir sér spurningum sem varða okkur listamennina og áhorfendur, af meiri alvöru en þegar allt leikur í lyndi. Spurningum eins og; Hvers virði er leiklist samfélaginu? Hver er hagnaðurinn? Ég var 7 ára gamall þegar ég fór fyrst í leikhús með foreldrum mínum að sjá sjónleikinn Skálholt eftir Guðmund Kamban, harmsögu frá 17. öld. Ég ríghélt í móður mína, skalf eins og asparlauf í vindi. Var ef til vill rangt að taka snáðann með á þessa leiksýningu? Ég held...

Sjá meira

Metölulisti Bandalagsins, fyrri hluti – mest seldu leikritin 2002

Bandalag íslenskra leikfélaga á heimsins stærsta safn leikrita á íslenskri tungu. Þar er að finna bróðurpart þeirra leikrita sem leikin hafa verið hérlendis frá upphafi leiklistar. Ármanni Guðmundssyni datt í hug að áhugavert væri að skoða hvaða leikrit og hvaða höfundar eru vinsælust hjá íslenskum leikritakaupendum og tók saman lista yfir metsöluleikrit og metsöluhöfunda ársins 2002. Þrátt fyrir að hann og hans verk væru ekki þar á meðal ákvað hann að birta niðurstöðurnar og hér í fyrri hluta þessarar úttekar er uppljóstrað hver eru vinælustu leikritin en síðar verða höfundum gerð ítarlegri skil. Metsölulisti Bandalagsins, fyrri hluti – mest seldu leikritin 2002 Það er viðurkennd staðreynd að það borgar sig ekki (þ.e. fjárhagslega) að gefa út leikrit á Íslandi og þess vegna eru leikrit almennt ekki gefin út á prenti. En örvæntu eigi leikhúsáhugamaður, til eru ráð, því eins og flestir þeir sem heimsækja Leiklistarvefinn vita, á Bandalag íslenskra leikfélaga heimsins stærsta safn leikrita á íslenskri tungu. Þar er að finna bróðurpart þeirra leikrita sem leikin hafa verið hérlendis frá upphafi leiklistar og hingað leita flestir sem vantar af einhverjum ástæðum leikrit. Bandalagið selur hverjum sem kaupa vill handrit og það er því áhugavert að skoða hvaða leikrit og hvaða höfundar eru vinsælust hjá íslenskum leikritakaupendum. Undirritaður yfirritari skrifstofu Bandalagsins fór í saumana á þessum málum og tók saman lista yfir metsöluleikrit og metsöluhöfunda ársins 2002. Hér í fyrri...

Sjá meira

Áramótaheit áhugaleikarans 2003

Áhugaleikarar eru ekkert öðruvísi en aðrir landsmenn að því leyti að þeim finnst gaman að strengja áramótaheit. Þeir eru að vísu ekkert líklegri en aðrir til að efna þau en ef Gallup gerði skoðanakönnun á því hver eru vinsælustu áramótaheit hins dæmigerða íslenska áhugaleikara, yrði útkoman hugsanlega einhvern veginn svona. 1. Hætta næstum alveg að ofleika. 2. Ekki hlaupa strax út eftir hverja einustu æfingu til að losna við að ganga frá. 3. Hætta að káfa á sminkunni meðan ég er í förðun. 4. Læra textann minn fyrir frumsýningu. 5. Ekki reyna við leikstjórann í næsta frumsýningarteiti. 6. Komast að því hvað þetta skoska leikrit er sem menn eru alltaf að tala um. 7. Sýna í Þjóðleikhúsinu jafnvel þó það kosti að setja upp 40 manna frumsaminn söngleik um gildi hangikjöts í list- og þjóðmenningu 20. aldar. 8. Láta það vera að brjóta eitthvað næst þegar talað er um einskæra leikgleði í leikdómi um mig. 9. Sannfæra formanninn um ágæti leikritsins sem ég hef verið með í smíðum í sjö ár og fjallar um sigur minn… eh, ég meina söguhetjunnar á mótlæti og fordómum gagnvart hinum misskilda alþýðulistamanni sem hefði án vafa unnið glæsta sigra á sviðum stærstu leikhúsa landsins ef ekki hefði verið fyrir skefjalausa illkvitni og frámunalegt dómgreindarleysi dómnefnda í inntökuprófunum í Leiklistarskólann undanfarinn áratug. 10. Gera athugasemdalaust eins og leikstjórinn biður mig um að gera í...

Sjá meira

Íslenskur áhugaleikari í útlöndum

Hinn geðþekki fyrrverandi ritari Bandalagsins, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir býr nú í Montpellier í S-Frakkalandi. Hún hefur gert örlitla úttekt á menningar- og mannlífi þar í borg. Menning og mannlíf í Montpellier Götuleikhús hefur verið í örum vexti á Íslandi á liðnum misserum. Sumrin eru að verða undirlögð af bæjarhátíðum hvers konar í flestum þéttbýliskjörnum og er það vel. Í framhaldi af því hefur þó bólað á umræðum um hvað sé götuleikhús og hvenær sé um götuleikhús að ræða og hvenær það eigi að heita eitthvað annað. Í ljósi þessarar umræðu var athyglivert fyrir undirritaðan Íslending að koma hingað í suðrið, þar sem götulistir lúta alfarið öðrum lögmálum en heima á klakanum. Það sem breytir mestu er trúlega “betlimenningin” hérna. Hér þarf ekki að styrkja leikhópa til þess að vera með skemmtiatriði á götum úti þar sem margir virðast hafa það sem aðalatvinnu að syngja, dansa eða skemmta á annan hátt á torgum og í fjölförnum göngugötum. Listamenn eða atvinnubetlarar? Það verður að segjast alveg eins og er að ég hef gert skammarlega lítið af því að sækja menningarviðburði hér um slóðir enn sem komið er. Ég hef nú haft búsetu hér í Montpellier, landi Fransmanna um næstum þriggja mánaða skeið og lítið mátt vera að því að kynna mér hvað er á fjölunum (eða hvar bestu fjalirnar eru). Hér eltir menningin mann hins vegar uppi, láti maður það eftir...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert