Alþjóða leikhúsdagurinn 27. mars 2003
Alþjóða leikhúsmálastofnunin, ITI, hefur jafnan fengið virtan leikhúslistamann til að semja ávarp dagsins og það hefur síðan verið þýtt á þjóðtungur aðildarlandanna og birt og flutt þennan dag. Árið 1999 samdi frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og leikhússtjóri ávarpið að beiðni ITI. Í ár er það þýska leikskáldið Tankred Dorst sem er höfundur ávarpsins. Ávarp Tankred Dorst, leikskálds. Í tilefni af Alþjóða leikhúsdeginum 27. mars 2003. Ávarpið er samið að beiðni Alþjóða leikhúsmálastofnunarinnar – ITI. Við spyrjum í sífellu, hvort leikhúsið geri samtíma okkar raunveruleg skil. Leikhúsið speglaði veröldina í tvöþúsund ár og gerði grein fyrir stöðu mannsins. Hvort sem leiknir voru harmleikir eða gleðileikir var ljóst að líf manneskjunnar voru hennar óumflýjanlegu örlög. Maðurinn var ekki óskeikull; hann gerði skelfileg mistök, tókst á við aðstæður sínar, hann þyrsti í völd og var veiklunda, svikull og auðtrúa, blindur, kátur og glímdi við guð. Nú segja menn mér aftur á móti að við getum ekki lengur skoðað líf okkar samkvæmt hefðbundum aðferðum leikhússins, eða með hefðbundinni dramatúrgíu. Það sé semsagt engin leið til þess að segja sögur. Þess í stað koma textar af ýmsu tagi, ekki samtöl, en yfirlýsingar. Ekkert drama. Úti við sjóndeildarhringinn lúrir annarskonarmaður: Margklónuð vera, erfðafræðilega endurbætt. Og sé þessi nýi maður til í raun, mun hann ekki þurfa á hefðbundnu leikhúsi að halda. Hann mun ekki skilja átökin sem þar fara fram. Við sjáum þó...
Sjá meira