Umfjöllun um Hamskiptin hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar
Það er skemmtilega táknrænt að Leikfélag Hafnarfjarðar skuli sýna „Hamskiptin“ eftir Franz Kafka um þessar mundir. Þetta fornfræga leikfélag hefur átt erfitt uppdráttar í nokkur ár og hefur þar helst verið um að kenna húsnæðiskorti. Það má segja að félagið hafi verið að skipta um ham undanfarin misseri og nú þegar það er komið í nýtt húsnæði í Lækjarskóla má segja að hamskiptin séu fullkomnuð. Í aðstöðu félagsins í Lækjarskóla hefur verið búið til skemmtilegt leikhúsrými þó ekki sé úr miklu að spila. Leikmynd „Hamskiptanna“ er mjög skemmtilega upp sett og hálfveggirnir sem skiptu herbergjum íbúðarinnar gáfu tilfinningu fyrir mismunandi rýmum þó að sviðið væri opið. Áhorfendur eru í mikilli nálægð við leikarana sem hefur bæði kosti og galla. Undirritaður sat þannig að sviðið var ekki allt sýnilegt og þurfti að snúa höfðinu ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvar leikið var. Slíkt er hið besta mál ef þess er gætt að skipting milli atriða sé skýr fyrir áhorfendum. Því var ekki alltaf að heilsa og stundum var ekki alltaf ljóst strax hvert leikstjórinn vildi að áhorfendur beindu athygli sinni. Tíðar myrkvanir milli atriða trufluðu einnig flæði sýningarinnar og þar hefði mátt nota aðrar aðferðir. Sú aðferð að sýna ekki líkamlega umbreytingu á Gregor heldur láta rödd og hreyfingar leikarans ásamt ímyndunarafli áhorfenda koma henni til skila gerir miklar kröfur til leikarans. Á stundum náði Gunnar Björn Guðmundsson...
Sjá meira


