Tilraun sem gengur upp
Það er hressandi í annars leiðinda söngleikjasúpu sumarsins að skreppa á tvær bráðskemmtilegar leiksýningar sem eru eins ólíkar og þær eru vel heppnaðar. Um Stútungasögu þeirra Sýnara hefur verið fjallað hér á vefnum og ætla ég ekki að fjölyrða um þá sýningu en tek undir hvert orð sem þar var sagt og gef henni tvær og hálfa stjörnu (mínus hálf stjarna fyrir hvað ég heyrði illa í systrunum á Útnárum í byrjun). Það er lítið um alvöru tilraunir í íslensku leikhúsi og áhugaleikfélögin hafa verið þar fremst í flokki eða jafnvel ein í flokki. Stofnana og “frjálsa” leikhúsið virðist ekki hafa burði eða áhuga á sinna þessum geira leiklistarinnar að neinu viti. Reykvíska Listaleikhússið er að gera afar spennandi hluti með Krádplíser. Þarna er tekist á við tilraunir með form, innihald og ákveðna þáttöku áhorfandans í atburðarásinni. Handrit Jóns Atla Jónssonar fylgir ekki ekki hinni sígildu forskrift leikbókmenntanna en textinn er frjór og vekur mann til umhugsunar og fellur vel að umgjörð tilraunaleikhússins. Ólafur Egill Egilsson er að gera fína hluti í leikstjórninni. Hann gengur á ystu nöf í stilfæringu og framsetningu en fer aldrei yfir brúnina og hefur afar góð tök á leikhópnum. Leikmynd og búningar þjóna hugmyndinni fulkomlega og byggingaplastið vakti bæði upp nostalgíu byggingaverkamannsins og viðbjóð. Leikhópurinn er fínn og augljóst að það eru góð efni í leiklistardeild LHÍ. Birgitta Birgisdóttir vakti athygli mína fyrir afar...
Sjá meira


