Author: lensherra

Athyglisvert…

Umræðan um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins hitnar enn. Nú hefur Þorgeir Tryggvason blandað sér í umræðuna. Athyglisvert… Hörður Sigurðarson skrifaði nýlega stóra og mikla grein um Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins (AÁÁ) á Leiklist.is. Kveikja hennar er óánægja með valið í ár. Herði finnst Landsmótið, sýning Umf. Eflingar, ekki ná því list- og faglega máli sem þarf til að eiga erindi á fjalir Þjóðleikhússins. Hann reynir að átta sig með skipulegum hætti hvað stýrði vali nefndarinnar, fer yfir helstu þætti leiksýningarinnar; leikritun, efnisval, sviðsetningu, leik, tónlist og heildaráhrif. Hvergi sér hann neitt sem er slíkrar athygli vert. Að þessu leyti beinist gagnrýni Harðar að vali nefndarinnar. Af hverju valdi nefndin þessa sýningu, dæmdi hana athyglisverðari en aðrar sem í boði voru? En hann beinir líka orðum sínum að félaginu og átelur þau fyrir að sækja um, telur þau hafa átt að vita að sýningin sé engan vegin boðleg sem fulltrúi íslensks áhugaleikhúss á þessum vettvangi. Hörður tekur skýrt fram að tilgangur hans sé ekki að skrifa umfjöllun um sýninguna, enda myndi hann þá tiltaka þá þætti hennar sem vel heppnast, og almennt eyða meira púðri í að greina hvað veldur því að hún er eins og hún er. Þetta er áreiðanlega frekar súrt fyrir þá Eflingarmenn, að vera notaðir á þennan hátt sem vopn í listpólitískri stefnuumræðu, svona beint ofan í sigurvímuna eftir tvær sýningar fyrir þétt setnu Þjóðleikhúsi. Því auðvitað er...

Sjá meira

Um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins

Um helgina sýndi Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar sýningu sína á "Landsmótinu" í Þjóðleikhúsinu. Hörður Sigurðarson sá sýninguna á sunnudag og varð það honum tilefni hugleiðinga um hið árlega val á "Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins". Athyglisverðasta leiksýningin! Þjóðleikhúsið hefur um nokkurra ára skeið valið “Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins” og boðið aðstandendum hennar að sýna hana í Þjóðleikhúsinu.  Þetta framtak leikhússins undir forystu Stefáns Baldurssonar vakti á sínum tíma ánægju og aðdáun innan áhugahreyfingarinnar og þótti mikil viðurkenning á gildi áhugaleiklistar í landinu. Valið hefur farið fram árlega og eins og við er að búast hefur jafnan verið töluverð umræða um það hverju sinni. Stundum virðast menn almennt sammála valnefndinni en þess á milli hafa margir verið ósammála og jafnvel hneykslast á vali nefndarinnar. Slíkt er eðlilegt og í sjálfu sér ekkert til að hafa áhyggjur af. Stefán Baldursson og hans fólk hefur enda ítrekað bent á að ekki sé endilega verið að velja bestu leiksýninguna heldur, eins og heitið gefur til kynna, “Athyglisverðustu áhugaleiksýninguna”. Í ár varð sýning Leikdeildar UMF Eflingar á Landsmótinu fyrir valinu og var af því tilefni sýnd tvisvar í Þjóðleikhúsinu um liðna helgi. Þetta er í annað sinn sem sýning Leikdeildar Eflingar er valin, því fyrir nokkrum árum var sýning þeirra á “Síldin kemur, síldin fer” valin “Athyglisverðasta áhugaleiksýningin”og í kjölfarið sýnd í Þjóðleikhúsinu. Undirritaður sá þá sýningu og þótti hún skemmtileg. Stór og fjölbreyttur leikhópur Eflingar flutti hana...

Sjá meira

Jólagjafir áhugaleikarans

Loks lætur Listamaðurinn ógurlegi aftur á sér kræla eftir nokkurt hlé og þótti mörgum kominn tími til. Nú er hann í jólaskapi og hefur tekið saman jólagjafalista áhugaleikarans. Öðruvísi jólagjafir! Í verslun Bandalags íslenskra leikfélaga færðu jólagjöfina sem kemur á skemmtilega óvart. Þar (og hvergi annars staðar) fást jólagjafir fyrir þá sem vilja skipta um útlit, litarhaft eða skemmta sér við lestur góðs leikrits. Hér er lítið brot af úrvalinu hjá okkur. Sendum samdægurs í póstkröfu – Hægt er að panta í síma 551- 6974 eða á info@leiklist.is Andlitsmálning í miklu úrvaliKjörin jólagjöf fyrir þá sem hafa gaman af því mála sig og aðra. Vatnslitirnir henta sérlega vel fyrir börn og allir litir eru ofnæmisprófaðir. Vatnslitir, andlits- og líkamsfarði Vatnslitur, Grimas, 40 litir, 15 ml 425.- Vatnslitur, Grimas, 16 litir, 25 ml 630.- Vatnslitur, Grimas, hvítt og svart, 60 ml 930.- Vatnslitabox, Grimas, 6 litir 1.300.- Vatnslitabox, Grimas, 12 litir 2.300.- Vatnslitabox, Grimas, 24 litir 4.200.- Vatnslitabox, Kryolan, 24 litir 3.800.- Tilboð! Andlitslitir, kremfarði Créme make-up, Grimas, 40 litir, 15 ml 480.- Créme make-up, Grimas, 22 litir, 60 ml 940.- Créme make-up litabox, Grimas, 6 litir, 2 gerðir 1.300.- Créme make-up litabox, Grimas, 12 litir, 3 gerðir 2.300.- Créme make-up litabox, Grimas, 24 litir 4.200.- Supracolor litabox, Kryolan, 12 litir, 3 gerðir 2.200.- Supracolor litabox, Kryolan, 24 litir 4.300- Skoða mynd betur Ódýrar förðunarhandbækurÓdýrar förðunar handbækur frá Grimas og...

Sjá meira

Niðrá bæjum blæs ei vindur…

Það er sennilega fullmikið að segja að ritdeila sé í uppsiglingu en altént hefur Þorgeir Tryggvason sent Eyvindi P. Eiríkssyni svar við grein hans um pólítískt leikhús. "Niðrá bæjum blæs ei vindur, blíð er tíð og góð" Kæri Eyvindur Síðan ég las grein þína daginn sem hún birtist á vefnum hefur mig langað til að svara þér. Og langað til að svara þér ekki. Eða kannski ekki "svara", heldur leggja orð í belg, vera með. Þannig er ég nú einu sinni gerður. Eitt af því sem stóð í vegi fyrir því er að ég er ekki á nógu skýrum öndverðum meiði við þig, og ekki nógu sammála til að skrifa bara: "loksins, loksins!". Við myndum ekki nógu andstæða póla til að almennileg spenna verði á milli. Ég er nefnilega ekki pólverji (afsakaðu orðaleikinn, ég hreinlega stóðst hann ekki). Ég held að ég verði aldrei róttæklingur að neinu leyti, nema á því örlitla sérsviði að berjast fyrir því að óperur séu fluttar á Íslensku fyrir íslendinga, í því máli er ég talibanskur í hugsun, hef myndað mér skoðun sem er hin eina rétta, hlusta ekki á rök og lít á málamiðlanir sem svik. Mér finnast öll mál flókin. Ég kem aldrei auga á neinar einfaldar lausnir. Oftast ekki á neinar lausnir. Öll skýr dæmi kalla á gagndæmi, öll svör vekja spurningar. Þess vegna tek ég aldrei þátt í mótmælum sem...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert