Author: lensherra

Tilraun sem gengur upp

Það er hressandi í annars leiðinda söngleikjasúpu sumarsins að skreppa á tvær bráðskemmtilegar leiksýningar sem eru eins ólíkar og þær eru vel heppnaðar. Um Stútungasögu þeirra Sýnara hefur verið fjallað hér á vefnum og ætla ég ekki að fjölyrða um þá sýningu en tek undir hvert orð sem þar var sagt og gef henni tvær og hálfa stjörnu (mínus hálf stjarna fyrir hvað ég heyrði illa í systrunum á Útnárum í byrjun). Það er lítið um alvöru tilraunir í íslensku leikhúsi og áhugaleikfélögin hafa verið þar fremst í flokki eða jafnvel ein í flokki. Stofnana og “frjálsa” leikhúsið virðist ekki hafa burði eða áhuga á sinna þessum geira leiklistarinnar að neinu viti. Reykvíska Listaleikhússið er að gera afar spennandi hluti með Krádplíser. Þarna er tekist á við tilraunir með form, innihald og ákveðna þáttöku áhorfandans í atburðarásinni. Handrit Jóns Atla Jónssonar fylgir ekki ekki hinni sígildu forskrift leikbókmenntanna en textinn er frjór og vekur mann til umhugsunar og fellur vel að umgjörð tilraunaleikhússins. Ólafur Egill Egilsson er að gera fína hluti í leikstjórninni. Hann gengur á ystu nöf í stilfæringu og framsetningu en fer aldrei yfir brúnina og hefur afar góð tök á leikhópnum. Leikmynd og búningar þjóna hugmyndinni fulkomlega og byggingaplastið vakti bæði upp nostalgíu byggingaverkamannsins og viðbjóð. Leikhópurinn er fínn og augljóst að það eru góð efni í leiklistardeild LHÍ. Birgitta Birgisdóttir vakti athygli mína fyrir afar...

Sjá meira

Umfjöllun um Hamskiptin hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar

Það er skemmtilega táknrænt að Leikfélag Hafnarfjarðar skuli sýna „Hamskiptin“ eftir Franz Kafka um þessar mundir. Þetta fornfræga leikfélag hefur átt erfitt uppdráttar í nokkur ár og hefur þar helst verið um að kenna húsnæðiskorti. Það má segja að félagið hafi verið að skipta um ham undanfarin misseri og nú þegar það er komið í nýtt húsnæði í Lækjarskóla má segja að hamskiptin séu fullkomnuð. Í aðstöðu félagsins í Lækjarskóla hefur verið búið til skemmtilegt leikhúsrými þó ekki sé úr miklu að spila. Leikmynd „Hamskiptanna“ er mjög skemmtilega upp sett og hálfveggirnir sem skiptu herbergjum íbúðarinnar gáfu tilfinningu fyrir mismunandi rýmum þó að sviðið væri opið. Áhorfendur eru í mikilli nálægð við leikarana sem hefur bæði kosti og galla. Undirritaður sat þannig að sviðið var ekki allt sýnilegt og þurfti að snúa höfðinu ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvar leikið var. Slíkt er hið besta mál ef þess er gætt að skipting milli atriða sé skýr fyrir áhorfendum. Því var ekki alltaf að heilsa og stundum var ekki alltaf ljóst strax hvert leikstjórinn vildi að áhorfendur beindu athygli sinni. Tíðar myrkvanir milli atriða trufluðu einnig flæði sýningarinnar og þar hefði mátt nota aðrar aðferðir. Sú aðferð að sýna ekki líkamlega umbreytingu á Gregor heldur láta rödd og hreyfingar leikarans ásamt ímyndunarafli áhorfenda koma henni til skila gerir miklar kröfur til leikarans. Á stundum náði Gunnar Björn Guðmundsson...

Sjá meira

Skotheld þriggja stjörnu skemmtun í Svarfaðardal

Ég var nú fyrir síðustu helgi gestur á einþáttungahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga á Húsabakka í Svarfaðardal og var á síðustu stundu beðin um að vera með umfjöllun um verkin ásamt leikhússtjóra þeirra Akureyinga, Magnúsi Geir Þórðarsyni. Það var afar skemmtilegt verk enda voru verkin að þessu sinni afar áhugaverð og vel unnin. Það var reyndar tekið forskot á hátiðina á fimmtudagskvöldinu þegar krakkarnir úr leikhópnum Sögu sýndi gestum hátiðarinnar sýningu sína Hamslaus. Þetta er flinkur leikhópur og það var eftirtekarvert að þau voru ekki að fjalla um þessi týpísku unglingavandamál eins og flestir unglingaleikhópar heldur um vandamál sem snerta alla í samfélaginu. Þetta var vönduð sýning hjá Sögu og Laufeyju Brá leikstjóra og margar bráðskemmtilegar og snjallar lausnir. Það sem helst mátti setja útá var að sýningin var dálítið brokkgeng í tempói og smá óöryggi var í staðsetningum og texta en það má þó örugglega kenna að mestu leyti sýningaraðstöðunni á Húsabakka. Leiklistarhátíðin sjálf hófst föstudaginn 21. maí. Fyrstu tvö verkin voru frá Hugleik í Reykjavík, “Dómur um dauðan hvern” og “Máltaka” eftir Þórunni Guðmundsdóttur, í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar. Þessi verk eru kaflar úr verki Þórunnar sem heitir “Kleinur” og var sýnt hér sunnan heiða fyrr í vor. Það er einstakt með þessa kafla að þeir geta auðveldlega staðið einir sem einþáttungar en virka síðan mjög vel í heildarverkinu. Þórunn hefur sýnt það á síðustu árum að hún er...

Sjá meira

Er styttra betra?

Einþáttungahátíðin sem haldin var samhliða Aðalfundi BÍL að Húsabakka 20. – 21.maí, var sannkölluð minihátíð. Afar fá félög kusu að taka þátt að þessu sinni, því miður fyrir þá sem mættu og því miður fyrir þá sem eru hrifnir af þessu formi og telja það gera okkar starfi gott. Ástæður fyrir því að svona fá félög tóku þátt eru ábyggilega af ýmsum toga sem ég ætla ekki að fara að tíunda nánar hér, en mér finnst að við eigum að halda ótrauð áfram þó að staðan hafi verið þessi núna. En ég vil henda þeirri hugmynd/spurningu inn í umræðuna, að kannski þarf ekki endilega að hafa 20 eða 30 þætti á svona hátíð, kannski er það árángursríkara, skemmtilegra og gæðameira þegar við höfum færri þætti sem taka styttri tíma í flutningi og enginn þreyttur, hmmmm? En til mikillar gleði fyrir þá sem mættu þá fengum við mjög góða og gæðamikla hátíð, hún var þétt og var flytjendum til mikils sóma og ber að þakka og óska þessum leikfélögum til hamingju. Fyrst sáum við mjög áhugaverða sýningu frá leikklúbbnum Sögu á Akureyri “ Hamslaus “ Meðan að ég horfði á þessa frábæru krakka á sviðinu velti ég því fyrir mér hversvegna krakkar úr þessum hópi koma ekki í skólann, á þing eða taka meiri þátt í okkar starfi. Þau bjuggu til/skrifuðu „Hamslaus“ sjálf með aðstoð frábærs leikstjóra sem var Laufey...

Sjá meira

Upp úr skúffunum hans leikfélagsins

Leikfélag Húsavíkur tók til í skúffunum sínum á dögunum og fann þar alls konar efnivið sem það setti á svið í Samkomuhúsinu sínu. Þetta var hin besta skemmtun. Samkoman var sett af ungum nemanda í Borgarhólsskóla, Davíð Helga Davíssyni sem gerði það af miklu öryggi. Hins vegar voru kynnar skemmtunarinnar þeir félagar Þorkell Björnsson betur þekktur sem Oggi og Jóhannes Sigurjónsson, oft kenndur við Víkurblaðið heitið og voru þeir skemmtilegir eins og þeirra er von og vísa. Þarna var boðið upp á ljóðalestur, voru það Anna Ragnarsdóttir og Sigurður Hallmarsson sem lásu ljóð, Anna las ljóð eftir sjálfa sig og Diddi eftir frúna frá Sandi í Aðaldal. Þau gerðu þetta vel, svo unun var á að hlusta. Reyndar las Hilda Kristjánsdóttir líka ljóð, eftir sjálfa sig og fannst mér sá þáttur ekki eiga alveg heima á þessari samkomu. Hún hefði líka mátt æfa sig ögn betur fannst mér en er greinilega ötul með ljóða-pennann. Sönglistinni var líka gerð skil á þessari samkomu, fyrstur á svið var söngsnillingurinn Aðalsteinn Júlíusson eða Addi lögga og söng hann eins og engill og ég vona bara að hann eigi eftir að stíga oftar á svið og syngja fyrir okkur. KK og Siggi sungu líka fyrir okkur, frumsamin lög og gerðu þeir það mjög vel, þeir eru alveg fantagóðir lagasmiðir líka. KK og Siggi eru Kristján Halldórsson og Kristján Þór Magnússon og svo auðvitað...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur