Eru rottur lævísar?
Í gamla samkomuhúsinu á Húsavík er Leikfélag Húsavíkur að sýna leikritið Sambýlinga eftir Tom Griffin í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Leikritið segir frá lífi fjögurra einstaklinga sem búa saman á heimili fyrir þroskahefta. Það gefur okkur innsýn í líf þessara fötluðu einstaklinga og leyfir okkur að fylgjast með daglegum athöfnum þeirra, sem margar hverjar virðast ansi snúnar fyrir þá. En með góðri aðstoð Jacks gæslumanns heimilisins tekst þeim að yfirvinna allar hindranir sem á vegi þeirra verða. Samtölin þeirra á milli virðast afar raunsæ og sömuleiðis þær hindranir sem þeir þurfa að takast á við í hinu daglega lífi. Að taka verk sem þetta til sýningar er alveg örugglega ekki auðvelt, þar sem vandaverk er að túlka þroskaheftan einstakling svo trúverðugt sé og þannig að ekki sé farið yfir strikið. En leikurum LH tekst afar vel upp í túlkun sinni á þessu fatlaða fólki sem Griffin teflir fram í Sambýlingunum. Sigurður Illugason sýnir stórkostlegan leik í hlutverki hins taugaóstyrka Arnolds, hann gerir þessa persónu ógleymanlega og um leið alveg drepfyndna. Í hlutverki “kleinuhringsins” Normans er Gunnar Jóhannsson og hann er alveg frábær í þessu hlutverki og gervið er mjög sannfærandi. Þorkell Björnsson sýnir stjörnuleik í einu erfiðasta hlutverki verksins, Lucien. Hinn geðfatlaði Barry er leikinn af Hjálmari Boga Hafliðasyni og ekki er hann neinn eftirbátur hinna “eldri og reyndari” heldur túlkar hann Barry afar vel og sýnir stjörnuleik, sérstaklega...
Sjá meira


