Author: lensherra

Er styttra betra?

Einþáttungahátíðin sem haldin var samhliða Aðalfundi BÍL að Húsabakka 20. – 21.maí, var sannkölluð minihátíð. Afar fá félög kusu að taka þátt að þessu sinni, því miður fyrir þá sem mættu og því miður fyrir þá sem eru hrifnir af þessu formi og telja það gera okkar starfi gott. Ástæður fyrir því að svona fá félög tóku þátt eru ábyggilega af ýmsum toga sem ég ætla ekki að fara að tíunda nánar hér, en mér finnst að við eigum að halda ótrauð áfram þó að staðan hafi verið þessi núna. En ég vil henda þeirri hugmynd/spurningu inn í umræðuna, að kannski þarf ekki endilega að hafa 20 eða 30 þætti á svona hátíð, kannski er það árángursríkara, skemmtilegra og gæðameira þegar við höfum færri þætti sem taka styttri tíma í flutningi og enginn þreyttur, hmmmm? En til mikillar gleði fyrir þá sem mættu þá fengum við mjög góða og gæðamikla hátíð, hún var þétt og var flytjendum til mikils sóma og ber að þakka og óska þessum leikfélögum til hamingju. Fyrst sáum við mjög áhugaverða sýningu frá leikklúbbnum Sögu á Akureyri “ Hamslaus “ Meðan að ég horfði á þessa frábæru krakka á sviðinu velti ég því fyrir mér hversvegna krakkar úr þessum hópi koma ekki í skólann, á þing eða taka meiri þátt í okkar starfi. Þau bjuggu til/skrifuðu „Hamslaus“ sjálf með aðstoð frábærs leikstjóra sem var Laufey...

Sjá meira

Upp úr skúffunum hans leikfélagsins

Leikfélag Húsavíkur tók til í skúffunum sínum á dögunum og fann þar alls konar efnivið sem það setti á svið í Samkomuhúsinu sínu. Þetta var hin besta skemmtun. Samkoman var sett af ungum nemanda í Borgarhólsskóla, Davíð Helga Davíssyni sem gerði það af miklu öryggi. Hins vegar voru kynnar skemmtunarinnar þeir félagar Þorkell Björnsson betur þekktur sem Oggi og Jóhannes Sigurjónsson, oft kenndur við Víkurblaðið heitið og voru þeir skemmtilegir eins og þeirra er von og vísa. Þarna var boðið upp á ljóðalestur, voru það Anna Ragnarsdóttir og Sigurður Hallmarsson sem lásu ljóð, Anna las ljóð eftir sjálfa sig og Diddi eftir frúna frá Sandi í Aðaldal. Þau gerðu þetta vel, svo unun var á að hlusta. Reyndar las Hilda Kristjánsdóttir líka ljóð, eftir sjálfa sig og fannst mér sá þáttur ekki eiga alveg heima á þessari samkomu. Hún hefði líka mátt æfa sig ögn betur fannst mér en er greinilega ötul með ljóða-pennann. Sönglistinni var líka gerð skil á þessari samkomu, fyrstur á svið var söngsnillingurinn Aðalsteinn Júlíusson eða Addi lögga og söng hann eins og engill og ég vona bara að hann eigi eftir að stíga oftar á svið og syngja fyrir okkur. KK og Siggi sungu líka fyrir okkur, frumsamin lög og gerðu þeir það mjög vel, þeir eru alveg fantagóðir lagasmiðir líka. KK og Siggi eru Kristján Halldórsson og Kristján Þór Magnússon og svo auðvitað...

Sjá meira

Ekki alltaf samasemmerki milli fitu og dugnaðar

Hugleikur frumsýndi á föstudaginn var, 5 tengda einþáttunga eftir Þórunni Guðmundsdóttur undir samheitinu Kleinur. Þættirnir sýna svipmyndir úr ævi almúgamannsins Sigga og er atburðarásin rakin í öfugri tímaröð. Eins og nafnið gefur til kynna leika kleinur nokkuð stórt hlutverk í lífi Sigga og eru jafnvel örlagavaldar á köflum. Elsti þátturinn var skrifaður fyrir nokkrum árum og þá ku ekki hafa staðið til að skrifa meira um Sigga og samferðafólk hans. Það er þó skiljanlegt að Siggi hafi kallað á meiri skrif hjá höfundi því þessi alþýðlega persóna og líf hans vekur einkennilega samkennd hjá áhorfendum. Þó auðvelt sé að hlæja að því sem gerist í lífi söguhetjunnar fer ekki hjá því að manni fari smám saman að þykja vænt um kallinn. Höfundurinn hefur áður sýnt að hann er lipur penni og rúmlega það og bregst ekki bogalistin hér. Þættirnir eru vel skrifaðir og sumar senurnar eru hreint óborganlegar. Þeir fyrstu þrír hefðu vel getað staðið einir en þeir tveir síðustu eru einskonar endahnútur á hina og gætu ekki án þeirra verið. Sævar Sigurgeirsson sýndi hreint magnaðan leik í hlutverki Sigga. Túlkun hans á persónunni á mismunandi æviskeiðum var ótrúlega sannfærandi hvort sem hann staulaðist um sem sjötugur kall eða valhoppaði sem Siggi 12 ára. Hann hoppaði milli æviskeiða eins og að drekka vatn og rödd, fas og líkamsburður gerðu það að verkum að hann var ávallt algerlega trúverðugur. Aðrir...

Sjá meira

Meistarinn og Margaríta

Ég fór að sjá Meistarann og Margarítu um helgina. Mér hefur þótt þessi saga spennandi sem sviðsverkefni síðan ég las hana (sem var reyndar fyrir einhverjum 10 árum síðan) og þótti gaman að sjá að menn væru að ráðast í það verkefni hér. Ýmislegt í sýningunni þótti mér gott, annað slæmt, eins og gengur. Leikmyndin og skipulagningin á rýminu þótti mér flott. Mínímalísk leikmyndin gekk vel upp í skemmtilegu samspili við lýsingu. Sýningin var framin ofan í „skurði“ þar sem áhorfendur sátu beggja vegna, skemmtileg notkun á rýminu. Sami mínímalismi var hins vegar ekki í gangi þegar kom að búningum. Það var mikið um skrípalæti og „stæla“ í búningum og gerfum sem virtust ekki þjóna neinum tilgangi öðrum en þeim að undirstrika kaósið í sögunni. Þetta gerði það t.d. að verkum að enginn sjáanlegur munur var á venjulegu fólki og yfirnáttúrulegum verum og ég hefði ekki vitað að kötturinn átti að vera köttur nema vegna þess að ég hafði lesið bókina. Þetta þótti mér mjög miður og skemmdi sýninguna frekar en að bæta nokkru við. Á köflum bættist síðan við trúðslegur leikstíll, einkum hjá aukapersónum í fjölmennari atriðum. Aftur, undirstrikaði glundroðann í sögunni, málið er bara að sagan er glundroðakennd. Ég held hins vegar að sagan sjálf gefi hann alveg fullt til kynna, hvaða leið sem farin er í handritsgerð og óþarfi að mata áhorfandann á því með teskeið....

Sjá meira

Smartur Smúrts hjá Kópavogi

Ég skrapp á Smúrtsinn eftir Boris Vian hjá Leikfélagi Kópavogs um á föstudaginn og varð heldur betur kátur. Þessi sýning er skýrt dæmi um hvað umræðan um áhuga og atvinnumenn í leiklist getur verið hjákátleg. Mælikvarðinn á góða leiklist eru leiksýningarnar sjálfar ekki hverjir eru í þeim eða hverjir stjórnuðu þeim. Hver pælir t.d. í því ef hann heyrir gott lag hver sé að spila eða taka upp. Maður nýtur bara þess sem gott er. Og Smúrtsinn er góð sýning. Smúrtsinn er sérkennilegt verk og torskilið á stundum. Það er kallast þó mjög skýrt á við tilvistarleikrit Sartres og á stundum minnir það mann á Bubba leikrit Jarrés. Það fjallar eins og svo mörg verk tilvistarsinna um kvöl mannsins og hvað hann á erfitt með að höndla hana í tilveru sinni. Boris Vian gerir þetta þó án þess að áhorfandinn fái þunglyndiskast og fléttar saman skemmtilegum samtölum og harðneskjulegum uppákomum í eina allsherjar allegóríu um flótta mannsins frá sjálfum sér. Eða það er allavega mín túlkun á Smúrtsinum. Aðrir hafa örugglega aðra upplifun. Leikfélag Kópavogs hefur verið að gera fína hluti undanfarin ár og er skemmst að minnast eftirminnilegra sýninga á Grimms og Hljómsveitinni. Þau róa á dálitið önnur mið í þetta skiptið bæði í verkefnavali og uppsetningu og tekst vel til. Vönduð og öguð leikstjórn Harðar Sigurðarsonar einkennir sýninguna og leikhópurinn er frábær. Helgi Róbert Þórisson og Huld...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert