Er styttra betra?
Einþáttungahátíðin sem haldin var samhliða Aðalfundi BÍL að Húsabakka 20. – 21.maí, var sannkölluð minihátíð. Afar fá félög kusu að taka þátt að þessu sinni, því miður fyrir þá sem mættu og því miður fyrir þá sem eru hrifnir af þessu formi og telja það gera okkar starfi gott. Ástæður fyrir því að svona fá félög tóku þátt eru ábyggilega af ýmsum toga sem ég ætla ekki að fara að tíunda nánar hér, en mér finnst að við eigum að halda ótrauð áfram þó að staðan hafi verið þessi núna. En ég vil henda þeirri hugmynd/spurningu inn í umræðuna, að kannski þarf ekki endilega að hafa 20 eða 30 þætti á svona hátíð, kannski er það árángursríkara, skemmtilegra og gæðameira þegar við höfum færri þætti sem taka styttri tíma í flutningi og enginn þreyttur, hmmmm? En til mikillar gleði fyrir þá sem mættu þá fengum við mjög góða og gæðamikla hátíð, hún var þétt og var flytjendum til mikils sóma og ber að þakka og óska þessum leikfélögum til hamingju. Fyrst sáum við mjög áhugaverða sýningu frá leikklúbbnum Sögu á Akureyri “ Hamslaus “ Meðan að ég horfði á þessa frábæru krakka á sviðinu velti ég því fyrir mér hversvegna krakkar úr þessum hópi koma ekki í skólann, á þing eða taka meiri þátt í okkar starfi. Þau bjuggu til/skrifuðu „Hamslaus“ sjálf með aðstoð frábærs leikstjóra sem var Laufey...
Sjá meira