Author: lensherra

Queen bjargar rokkinu!

Í enn eitt skiptið skrapp ég á söngleik hjá framhaldsskólanemum. Ég fór fyrr í vetur á einn slíkan hjá Versló en í þetta skiptið hjá Fjölbraut í Breiðholti. Í þetta skiptið skemmti ég mér þó betur hjá breiðhyltingunum. Þeir voru með svo helvíti flotta músík. Queen rokkar!! Og eins og hjá Versló eru svaðalega fínir söngvarar og dansarar í hópnum og stundum var bara eins og Freddy væri mættur á svæðið (blessuð sé minning hans). En því miður eins og í Versló sýningunni fyrr í vetur voru brotalamirnar þær sömu. Slæmt handrit og slök leikstjórn. Maður á kannski ekki að gera of miklar kröfur til handrita sem eru gerð til að tengja saman leik og söngnúmer. Mér finnst þó lágmarkskrafa að þau þjóni þó þeim tilgangi og séu skemmtileg líka eða með nokkrum góðum bröndurum allavega. Gott dæmi um svoleiðis handrit var Made in Usa Jóns Gnarr hjá Versló í fyrra. Handritið að Rokkið lifir gerir það ekki. Þetta er frekar heimskuleg framtíðarsaga með vandræðalegum neðanbeltisbröndurum og söngnúmerunum er síðan flestum hrúgað inn án nokkurrar sérstakrar ástæðu. Leikstjórn Guðmundar Rúnar Kristjánssonar gerir síðan illt verra. Það getur vel verið að Austurbæjarbíó sé stórt hús og þarfnist sterkrar raddbeitingar hjá leikurum en fyrr má aldeilis fyrrvera. Það var sorglegt að sjá þennan stóra hóp efnilegra leikara (já það eru margir fínir leikarar í hópnum) spígspora um sviðið og öskra textann...

Sjá meira

Góðverkin kalla!

Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýndi um helgina Gamanleikinn Góðverkin kalla eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar. Ég fór, sá og skemmtl mér konunglega. Leikritið var fyndnara en mig minnti. Smábæjarbragurinn og samkeppni á milli góðgerðarsamtaka höfð í flimtingum af stakri snilld. Ýmsu fórnað á altari fyndsins og þótti mér vel. Sýningin var ágætlega unnin á öllum póstum, leikmynd og búningar nokkuð raunsæislegir (með tilbrigðum þó) og gerðu trúverðugan heildarsvip. Tónlistin kom nokkuð vel út, þó ég furðaði mig reyndar örlítið á hljóðfæraskipan þar sem í hana vantaði e.t.v. taktslátt, af einhverju tagi. Það var ekki laust við að maður fyndi að erfitt væri fyrir leikhópinn að finna takt út frá orgeli og gítar. Kom samt furðuvel út og orgelið undirstrikaði vissulega sveitalega hljóminn í verkinu. Leikstjórinn Gunnar Björn er ekki lengur upprennandi eða efnilegur. Ég hef ekki séð honum bregðast bogalistin ennþá, þannig að hann verður að teljast bara reglulega flinkur og fær í sínu, þrátt fyrir ungan aldur. Þessi sýning er tvímælalaust enn ein rósin í hans hnappagat og er hann þar með kominn með heilan vönd þetta árið. Hópurinn er sterkur þó svo að vissulega hafi sumir staðið sig betur en aðrir, eins og gengur. Örlítið óöryggi var reyndar sums staðar í sýningunni en vísast skrifast það að mestu á frumsýningarstress. Frammistaða Egils Jónassonar í hlutverki fjölmennisins Jökuls Heiðars var með...

Sjá meira

Rapp og rennilásar

Flest er sjötugum fært, segir máltækið ekki, það er hins vegar greinilega staðreynd. Ég fór á sýningu hjá Snúði og Snældu, leikfélagi eldri borgara síðasta föstudag. Þau eru með til sýningar verkið „Rapp og rennilásar“ eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Verkið gerist þar sem fermingarsystkini ætla að hittast í sumarbústað og skipuleggja 55 ára fermingarafmæli, en sá fundur fer ekki alveg eftir áætlun. Skemmst er frá því að segja að sýningin var lipurlega leikin og unnin að öllu leyti. Leikmynd, lýsing og stíll almennt var raunsæislegur og átti vel við efnið. Sviðið „sumarbústaðalegt“ og búningar sannfærandi. Leikarar stóðu sig allir með prýði, að öðrum ólöstuðum stóð þó Aðalheiður Sigurjónsdóttir sig einstaklega vel í hlutverki vesturheimfrúarinnar, Láru. Það sem mér þótti helst halla á var verkið sjálft. Þó svo að það gengi upp, snyrtilega gengið frá öllum endum og það væri hnyttið á köflum, var ekki laust við að sumar lausnirnar væru full brattar og boðskapur oft og augljós til að vera skemmtilegur. Það vantaði meiri uppbyggingu í verkið og dýpt í persónur, þó svo að góð frammistaða leikara hafi bjargað miklu. Snúður og Snælda er merkilegt leikfélag sem hefur sýnt stórkostlega elju og atorkusemi í gegnum árin. Þeim eru engin takmörk sett og ég er alltaf að bíða eftir því að þau setji upp leikrit um unglinga. Takk fyrir skemmtunina, Sigríður Lára...

Sjá meira

Dauði og jarðarber

Félag flóna ferðast um landið með grínharmleikinn Dauði og jarðaber.  Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikritið er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.  Sýningin er um ein klukkustund. Næstu sýningar eru: Föstudag 19. ágúst: Nýheimum, Höfn í Hornafirði, kl. 18.00 Laugardag 20. ágúst: Leikskálanum, Vík í Mýrdal, kl 18.00 Sunnudag 21.ágúst: Aratunga, Reykholt Biskupstungum, kl. 16.00 Miðvikudag 24. ágúst: Leikhúsinu við Sigtún, Selfossi, kl. 18.00 Fimmtudag 25. ágúst: Völundi, Hveragerði, kl. 20.00 Sunnudag, 28. ágúst: Völundi, Hveragerði, kl. 20.00   Hægt er að panta miða í síma 820 3661 Miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn yngri en 12 ára. Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla ævi. Bræðurnir komast að því sér til mikillar skelfingar á afmælisdag ömmunar að hún hefur geyspað golunni.  Hæfileikar bræðranna hafa verið bældir niður af krafti af ömmu gömlu og hún staðið í vegi fyrir því að þeir geti látið drauma sína rætast.  En nú er hún gamla amma dauð og bræðurnir þurfa ekki að búa á bænum lengur.  Spurning um hvað tekur við?  Á að halda búskap áfram að hætti ömmunar eða láta ferðaeðlið taka yfirhöndina og láta drauma sína rætast.  Bræðrunum eru allir vegir færir eða hvað? Leikendur eru tveir í sýningunni og fara þeir með öll...

Sjá meira

Leikstjóri óskast

Leikfélag Blönduóss vantar leikstjóra í haust, áætlaður frumsýningartími október – nóvember. Allar upplýsingar gefur formaður í síma 452-4485 eða 847-1852. Kristín.

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 8 May, 9 May, 12 May: Lokað

Vörur