Að aflokinni stuttverkahátíð
Stuttverkahátíðin Margt smátt fór fram í Borgarleikhúsinu laugardaginn 23. október síðastliðinn, annað árið í röð. Þessi litla leiklistarhátíð er einstæð í íslensku leiklistarlífi og þótt víðar væri leitað. Það vekur því nokkra furðu að varla nokkur utanaðkomandi sást á staðnum og gestir voru að miklu leyti vinir og vandamenn þeirra sem sýndu. Að einhverju leyti verður það að skrifast á takmarkaða kynningu en það verður þó að nefna að markpóstur fór nokkuð víða og fréttir birtust í öllum helstu fjölmiðlum. Ljóst er þó að hægt er að gera betur í kynningarmálum hátíðarinnar. Stuttleikjaformið Uppsetningar stuttverka eru alls ekki jafn algengar meðal félaga í BÍL og af er látið en það breytir því þó ekki að nokkur félög hafa sinnt þessu leiklistarformi vel undanfarin ár og einnig má nefna að stuttverkahátíðir af ýmsum toga hafa verið haldnar annað hvert ár í tengslum við aðalfund Bandalagsins, allar götur síðan árið 1992. Áhugafélögin hafa því gert þetta leikhúsform að sínu og það er missir atvinnugeirans að meðlimir hans hvorki spreyta sig á forminu né fylgjast með meðhöndlun áhugafélaganna á því. Valið Töluvert hefur verið skrafað um val sýninga í ár eins og eðlilegt má teljast. Það fer einfaldlega ekki hjá því að val á leiklistarhátíðir sé umdeilt og var svo einnig nú. Hátíðin í fyrra sætti nokkurri gagnrýni, m.a. frá undirrituðum og var það fyrst og fremst vegna þess að ekki virtust...
Sjá meira


