Author: lensherra

Leikhúsunnendur athugið! Nýjung á leiklistarvefnum!

Þarf að skipuleggja leikhúsferðir í mánuðinum? Viðburðadagatalið, sem birtist vinstra megin á forsíðunni, hefur nú verið sett í gang og inniheldur upplýsingar um allar leiksýningar sem okkur hafa borist spurnir af að sýndar verði í októbermánuði. Ætlunin er að uppfæra síðan dagatalið vikulega, þannig að það nái ævinlega um mánuð fram í tímann. Það er draumur okkar Leiklistarvefara að þarna verði að finna dagskrá allra leiksýninga og leiklistartengdra viðburða á landsvísu, þegar fram líða stundir. Við viljum því hvetja aðstandendur sýninga, námskeiða, fyrirlestra, og alls annars sem tengist leiklist að senda okkur línu ef viðburð vantar í dagatalið. Eins eru að sjálfsögðu allir beðnir að láta okkur vita ef þeir vita ef eitthvað vantar sem vantar. Upplýsingar sendist á netfang info@leiklist.is. Það sem fram þarf að koma er nafn sýningar/viðburðar, staður, dagsetningar og tímasetningar og nokkrar línur um viðburðinn sjálfan. Eins er gott að hafa verð og miðasölu- eða skráningarsíma eða netfang með þar sem það á við. Við vonum að þetta komi leikhúsunnendum að gagni í framtíðinni við skipulagningu leikhúsferða um allt...

Sjá meira

Hugleikur í Þjóðleikhúskjallaranum

Fimm einþáttungar frumsýndir um helgina. Leikfélagið Hugleikur verður með verður með mánaðarlegar skemmtidagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur. Fyrsta dagskráin verður föstudag og laugardag næstkomandi og hefst kl. 21, en húsið er opnað kl. 20.30. Hugleikur hefur undanfarin ár lagt áherslu á uppsetningu frumsaminna einþáttunga og dagskráin einkennist af því. Fimm einþáttungar verða frumfluttir í októberdagskránni. Þeir eru: Hefur einhver sagt þér hvað þú ert líkur Robert Redford? eftir Jón Guðmundsson, Stefnumót eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Helgin eftir Hrefnu Friðriksdóttur og tveir þættir eftir Nínu B. Jónsdóttur, Snemma beygist krókurinn og Snyrting. Efni þáttanna er fjölbreytt, en við sögu koma m.a....

Sjá meira

Bangsímon fyrir norðan

Leikfélag Blönduóss hyggur á sýningu barnaleikrits nú á haustdögum. Fyrir valinu hjá þeim að þessu sinni varð verkið Bangsímon, leikgerð Erics Olson byggð á sögu A.A. Milne. Þýðing á íslensku er eftir Huldu Valtýsdóttur og Kristján frá Djúpalæk. Sögur A.A. Milne um Bangsímon eru heimsþekktar og hafa átt miklum vinsædum að fagna um áratugaskeið. Til starfans var ráðinn leikstjórinn Guðjón Sigvaldason og eru æfingar komnar nokkuð á veg. Átta leikarar taka þátt í sýningunni. Stefnt er að frumsýningu um næstu...

Sjá meira

Leiklistarnámskeið hjá Árna Pétri Guðjónssyni

Verið er að setja saman 10-12 manna hóp fyrir leiklistarnámskeiði fyrir áhugafólk hjá Árna Pétri Guðjónssyni.  Námskeiðið hefst í byrjun nóvember og mun standa að öllum líkindum fram í mars.  Þetta er frábært tækifæri fyrir leiklistaráhugafólk, og sérstaklega fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir inntökuprófin í Leiklistardeild Listaháskólans næsta vor. Árni Pétur er frábær leiklistarkennari og í gegnum tíðina hefur hann hjálpað ófáum nemendum að komast inn í skólann.  Námskeiðið byrjar mánudaginn 31. október og verður 10 mánudaga í röð (frá 20:30-22:30, s.s.2 klst í senn). Staðsetning: Engjateig 5, Jógastöðinni og verð er 13.000.- kr. Áhugasamir sendi Gunnari Hanssyni...

Sjá meira

Brúður og grímur – Sýning og námskeið

Danski leikhópurinn Scene 1 verður í Norræna húsinu í Reykjavík frá 11.–15. október 2005. Heimsóknin er hluti af ferð til Íslands og Færeyja og hópurinn hlakkar til að kynna brúðu- og grímuleiksýninguna „Konan frá hafinu“ og grímunámskeiðið „Ferð töframannsins“. Konan frá hafinu Hugmyndin að leiksýningunni „Konan frá hafinu“ er fengin úr gamalli norrænni þjóðsögu. Þar segir frá einmana manni, sem verður ástfanginn af villtri selkonu og heldur henni á landi í sjö ár með því að læsa selhaminn hennar niður í kistu. Í leiksýningunni blandast saman leiklist, tónlist, ljóð og brúðuleikhús – allt getur gerst og hvað sem er getur lifnað við, t.d. gríma, skór, flaska eða bindi. Meðan á leiksýningunni stendur spinnur sögumaðurinn Sedna langa örlagaþræði í kringum manninn og selkonuna í grátbroslegri ástarsögu um krafta sem eru mun öflugri en vilji mannskepnunnar. Gagnrýnandinn Karen Gårdhus skrifaði um leiksýninguna þegar hún var sett upp á Vildskud-hátíðinni í Kaupmannahöfn árið 2004: „Mikilfengleg flugeldasýning með brúðum, grímum, röddum og tónlist. Stórkostleg og grípandi leiksýning, þar sem mörg mismunandi tjáningarform sameinast í eina, stóra heild … Grípandi, ljóðræn, yndisleg og hugvekjandi leiksýning um hina erfiðu list ástarinnar. Sýning sem þú mátt ekki missa af!“ „Konan frá hafinu“ er leiksýning frá Scene 1 sem er leikhópur sem var stofnaður í Kaupmannahöfn árið 2003. Leikendur eru Anna Katrin Egilstrod frá Færeyjum, 24 ára, Anne Louise Munch frá Danmörku, 32 ára, og Annemarie Jeppesen...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert