ImageFjöldi listamanna tekur þátt í sannkallaðri tónlistarhátíð á Stóra sviði Þjóðleikhússins á miðvikudagskvöld kl. 20:00. Það eru sænsk samtök, The Swedish Tibetan Society, sem stendur fyrir hátíðinni sem samanstendur af tónlistaratriðum þekktra listamanna, bæði íslenskra og erlendra. Á hátíðinni verður lögð rík áhersla á tíbeska menningu og gildi hennar. Atburðurinn og/eða umgjörð hans er á engan hátt pólitískur. Allur ágóði rennur til samtakanna sem hafa unnið að byggingu skóla í fátækum héruðum í Tíbet. Frá 1988 hafa þau byggt eða endurnýjað 98 skóla í Tíbet, sem veita 12.000 börnum ókeypis menntun.

Samtökin sem um ræðir hafa haldið svipaða tónleika áður og þar á meðal síðast í samstarfi við Þjóðleikhúsið í Gautaborg, Svíþjóð. Atburðurinn átti sér stað á Dans o Teater Festivalen i Göteborg.  Á tónleikunum hérna heima munu tíbeskir munkar spila á tíbesk hljóðfæri og syngja. Aðalflytjendur kvöldins, Conrad Electro hafa starfað um árabil og starfað að ýmsum verkefnum með þekktu listafólki í Svíþjóð. Bandið mun flytja lög eftirfarandi íslenskra tónlistarmanna í nýrri útsetningu: Ellen Kristjánsdóttir, Magga Stína, Rúnar Júlíusson, Sammi (Jagúar), Siggi (Hjálmar) og Bogomil Font. Sendiherra Svíþjóðar Madeleine Ströje-Wilkens mun flytja ávarp fyrir dagskránna og ræða um menningarleg málefni í tengslum við atburðinn.

Að loknum tónleikunum, um kl. 22:30, verður skemmtun í Leikhúskjallaranum þar sem eftirtaldar hljómsveitir munu meðal annars koma fram: Dj Maggi Lego (Gus Gus) og DJ Árni S, Hjálmar, Jagúar, Rætur og Trabant.

Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr í forsölu og 2.000 kr í almennri sölu.  Miðaverð í Leikhúskjallarann er 1.000 kr. Hægt er að nálgast miða í Þjóðleikhúsinu, einnig á heimasíðu þess www.leikhusid.is og á www.midi.is